Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 102
Andrúmsloft og sauðfé■ Það er einkar-áríðandi
fyrir allar skepnnr að hafa nægilegt og gott andrúmsloft og
satt að segja ættu menn sízt að láta skepnnr sínar vanta
það. Loftið kostar ekki peninga. Þó er mjög algengt, að
menn útiloki loftið bæði frá sjálfnm sér og húsdýrunum og
mnn það oft vera af hirðuleysi, en oftast af hitasparnaði.
En heit hús eru sanðfénu óholl. Það er skaðlegt, að heitt
sé á fénu, en yfir tekur, þegar hitanum er haldið á kostnað
andrúmsloftsins. Eéð hefir hezt af þvi, að vera í svölum
og loftgóðum húsum, að eins að fofðast að súgur leiki um
sjálfar kindurnar. Hér á landi eru þeir sjúkdómar algeng-
ir hjá fé (lungnasullir, lungnaormar), sem gjöra lungun að
meira eða minna leyti óhæf til öndunar og þvi hrýnni er
þörfin á nægn og góðu lofti. Munið þvi eftir að hafa nógu
marga strompa á fjárhúsunum.
Vatn og sauðfé. Þegar fé gengur sjálfala á sumrum,
þarf það sjaldan að drekka. Það fær hér um hil nóg vatn
í grasinu, sem það bítur, enda eru 4/s hlutar þess vatn. I
heyinu er mjög lítið vatn, að eins '/?, og kindin þarf því
5 til 6 sinnum meira að drekka, þegar hún stendur inni við
gjöf, en hún þarf að sumrinu. I grasi því, sem kindin hít-
ur úti að vetrinum, er tiltölulega lítið vatn, einkum þegar
þurkar ganga og »jörð er mædd«. Þá þarf kindin oft að
ná i vatn. Eái féð ekki nægilegt vatn, er þvi mjög kvilla-
samt. Steinsótt (vatnssótt) fá sauðir oft af þvi, að þvagið
er of þykt, vantar vatn til þess að halda steinefnunnm upp-
leystum. A haustin, þegar fé er snögglega tekið á gjöf, er
því hætt við að sýkjast; þá byrjar bráðapestin. Meltingar-
færi skepnanna eru þá ekki við því búin að melta 5—6
sinnum þurrara fóður. A vorin, þegar fénu er hleypt út í
gróandann, verðnr það oft veikt, fær niðurgang. Það er
þá ekki undir það búið, að melta 5—6 sinnum vatnsmeira
fóður. Öll snögg umskifti eru hættuleg. Munið því eftir, að
gefa fénu nóg vatn 0g látið viðbrigðin haust og vor vera
sem minst. Ef þið gefið fénu salt, drekkur það meira vatn.
Magnús Einarsson.
(90)