Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 90
skipum vi'ft Faxaflóa, stærri og smærri, má ráðgjöra, að
séu nálægt 800 mauns. En fyrir nokkrum árum, meðan
þilskip voru fá og báta-aflinn brást, fóru yfir 1000 manns
af Suðurlandi til Austfjarða og .Yesturlasdsins til þess að
fá sér atvinnu þar yfir sumarið, en vinnuafls-missirinn frá
sveitabóndanum getur ekki verið meiri við það, að maður-
inn fer á þilskip, heldur en þegar hann fer á opna báta i
öðrum landsfjórðungum. Þuð lýsir auk heldur meira úr-
ræðaleysi og vesaldómi, að menn þnrfi að flýja til annara
landsfjórðnnga, heldur en þegar landsfjórðungurinn veitir
sjálfur sinum eigin ibáum atvinnu.
Eg held að fulJyrða megi, að hefðu þilskipin eigi
verið, þá hefðu útflutningarnir af Suðurlandi til Ameríku
verið miklu meiri, þótt of miklir séu nú, svo að skylt sé
fremur að Iofa en lasta þilskipa-úrveginn eins og hverja þá
tilraun, sem eykur arðsama atvinnu í landinn sjálfu.
Beglugjörð
fyrir veðdeiid þá, er stofnuð er við iandsbanka Isiands i
Reykjavík samkvæmt lögum i2. janáar 1900.
1. gr. Tilgangur veðdeildarinnar er að veita lán um
langt árabil og með vægum vaxtakjörnm gegn veöi i fast-
eignuni.
2. gr. Tryggingarfé veðdeildarinnar er 200,000 kr.,
sem landssjóður leggur til, og skal kaupa fyrir það rikis-
skuldahréf, sem skulu vera undir umsjón stjórnarinnar og
ásamt veðbréfum þeim, sem veðdeildin fær hjá lánþegum
6Ínum, og öllum öðrum eignuin veðdeildarinnar vera til
tryggingar því, að hún standi i skilnm
3. gr. Leggja skal í varasjóð tekju-afgang þann, sem
kann að verða samkvæmt árlegum reikningsskilum veð-
deildarinnar. Sýni reikningsskiiin te'kjuhalia- deildinni á
hendur, skal hann greiddur úr varasjóði. Fé varasjóðs má
að eins verja til að kaupa fyrir trygg verðhréf, sem auð-
velt er að koma i peninga.
4. gr. Veðdeildin gefur út skuldehréf, sem hljóða á
handhafa (hankavaxtabréf), en sem má nafnskrá í deildinni.
Öll upphæð þeirra má ekki fara fram úr sexfaldri upphæð
(78)