Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 47
Núvemlier 27. Gruðrún nokkur Jónsdóttir frá Keflavík
viltist á leiðinni þaðan inn í Njarðvik; fanst síðan ör-
end nálægt Þórshöfn.
— s. d. 25 ára afmæli búnaðarfél. Mosfellinga og Kjal-
nesinga haldið á Lágafelli i Mosfellssveit (60 á fundi).
I öndverðum þ. m. fórst unglingspiltur frá Steindyr-
um á Látraströnd í fjórunni með sjávarútsogi.
Desember 1. Síra Matthías Jockumsson, prestur á Akur-
eyri, og Steingr. Thorsteinsson, yfirkennari lærða skól-
ans, sæmdir riddarakrossi dannehr.orðunnar.
— 4. Tveir menn druknuðu af bát við Stokkseyri, en 7
var bjargað.
— 8. Jón Þorkelsson, dr. phil., skipaður landssjalasafns-
vörður i Rvik.
— 10. Jón Samssonarson, dyravörður við lærða skólann,
dó snögglega af byltu.
— 12. Ofsaveður á austfjörðum, nokkrar urðu skemdir
á húsura, einkum á Seyðisfirði og Mjóafirði.
— 15. Bárður Guðmundsson, húfræðingur á Hesteyri i
Jökulfjörðum, kveikti i ibúðarhúsi sínu, og brann það til
ösku; fólkið bjargaðiet.
- 29. íbúðarhús Þorsteins Gislasonar í Leiru brann
með öllu, þar á meðal tveimur kúm; fólkið hélt lifi, en
skemdist sumt af brunasárum.
— 31. Gufubáturinn »Víkingur«, eign Thor E. Tuliníus
stórkaupmanns í Khöfn, strandaði og fór í spón á
Sauðárkrók; mest af vörunum glataðist, en menn kom-
ust af.
b. Lög og ýms stjórnarbréf.
Janúar 20. Tilskipan um sjóferðareglur á islenzkum skip-
um. Auglýsing konungs um Ijósbera og hljóðbend-
ingar.
Eebrúar 20. Samþykt um kynbætur í Gullbr.- og Kjósar-
sýslu (amtmaðurinn).
— 24. Ráðherrabr. um einkennisbúning hreppstjira.
April 4. Lhbr. um hlunnindi handa sparisjóði á Siglu-
firði.
(35)