Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 46
■Október 10. Botnverpingar á enska skipinu »Boyalist<
hvolfdu viljandi(?) bit á .Dýrafirði; 3 druknuðu en 3
björguðust; meðal þeirra var Hannes Hafstein sýslum.
Isfirðinga. Seint í s. m. náðist skipið aftur við ólög-
legar veiðar við Jótlandsskaga, og skipstjóri tekinn
fastur.
— 19. (nótt). Bærinn 4 Syðribakka í Kelduhverfi brann
með öllu, þar á meðal 2 kýr og vetrungur; fólkið
bjargaðist.
— 28. Leiðarþing haldið á Akureyri, af Kl. Jónssyni
þingm. Eyfirðinga.
I þ. m. druknuðu 2 menn við útskipun í »Vaagen« á
Raufarhöfn.
Nóvember 7. »Tejo«, gufuskip hins sameinaða gufuskipa-
fél., skipstjóri Byder, strandaði með miklum saltfisks-
farmi við »Almenningsnöf«, sunnan við sýslumót
Skagafjarðar og Eyafjarðar; menn komust allir af.
— 13. Gullbrúðkaup Halldórs Kr. Friðrikssonar, fyrv.
yfirkennara við lærðaskólann, og Leopoldínu konu
hans, haldið i Rvík.
— s. d. Fanst jarðskjálftakippur i Rvik.
— 16. »Geir« fiskiskúta Markúsar kauprn. Snæbjarnar-
sonar og »Saucy Lass« kutter, eign B. Sigurðssonarfél.
strönduðu á Patreksfirði. Ennfremur strönduðu s. d.
»Rapid«, norskt gufuskip, í Grindavik, og vöruflutnings-
skipið skonnortan »Málfriður« á Bjargtanga í Vogum;
menn björguðust allir af þessurn 4 skipum.
— 18. Eyvindur nokkur OlafssDu fanst örendur í Foss-
vogi milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.
— s. d. Þorvarður Guðmundsson, hreppstjóri í Litlu-
Sandvík i Flóa, varð bráðkvaddur á Stokkseyri (f. 17/2
1838).
— s. d. Ibúðarhús Olafs læknis Thorlaciusar á Búlands-
nesi brann til kaldra kola, manntjón ekkert.
— 19. Frikirkjusöfnuður settur á stofn i Reykjavík.
— 27. Margrét Guðmundsdóttir, ekkja i Rvík, varð bráð-
kvödd.
— s. d Sæmundur nokkur Guðmundsson frá Ásakoti
hrapaði úr Fellsfjalli i Biskupstungum og beið bana af.
(34)