Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 81
hann þaðan norður Atlantshaf npp að Englandi, fellur svo
milli Skotlands og íslands alla leið austur að vesturströnd
Noregs, og gerir hann að miklu hetra landi en hann hefði
annars getað orðið, eftir hnattstöðu sinni.
Skýrslan sýnir, að sú skoðun mannaer rétt,að Grolfstraum-
nrinn skellur á Reykjanes og klofnar þar; megnið af honum fer
austur með landi, og fylgir suðausturströndinni að Ingólfshöfða;
þaðan streymir hann svo mestmegnis norðaustur i haf.
En sú grein hans, sem fellur vestur um Reykjanes sum-
armánuðina, rennurnorður Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfjörðu
og beygir svo við Horn á Hornströndum austur með norður-
landi alt að Langanesi; þar velgir hann lítið eitt hinn kalda
norðurhafsstraum, sem skellur á Sléttu og Langanesi og fellur
vestur með norðurlandi öllu. Nokkuð af honum fer suðu,
með austurlandi alt suður í Skaftafellssýslu, þar til hann
msetir Golfstraumnum að sunnan.
Sjávarkuldinn er vanalega mestur fyrir Austfjörðum;
þar er norðurhafsstraumurinn minst blandaður heitari sjó úr
Q’olfstraumnum. Oft ber það við, þegar islaust er, að
hafið er heitara við Grrimsey en fyrir Austfjörðum.
Allir sjófarendur, sem náiægt Austfjörðum koma á sumr-
nm, kannast við hina orðlögðu og hættnlegu svartmyrkurs-
þoku, sem dögum og vikum saman grúfir þar yfir hafinu,
fast inn í hvert fjarðarmynni, svo að varla sést á milli
stafna á skipi, og gjörir skipstjórum oft erfitt að finna á-
kveðinn stað við Austfirði. Hvergi við landið er hafþok-
an jafn koldimm sem við Austfirði, einkum frá Kolmúla og
snður fyrir Djúpavog. Orsökin til hennar er vafalaust sú,
að þar renna saman tveir hafstraumar, annar heitari en
hinn kaldari, hvor á móti öðrum; megnið er kaldara, svo
að þegar hlýrri straumurinn kólnar, þá myndast gufa, sem
verður að þykkri þoku. Eyrir Suðuriandi og Vestfjörðum
er heitari straumurinn meiri máttar á sumrum, eins og áður
er sagt, kólnar þvi hafið þar minna af köldum straum, og
þar af leiðandi eru dimmviðrisþokur þar miklu sjaldgæfari.
Við Hornstrandir eru oft dimmar þokur af sömu orsökum,
sem að ofan er sagt.
Næstliðinn vetur skrapp ég til útlanda, og kom heim
aftur í byrjun ársins 1900; hafði ég þá farið 50 sinnum
(69)