Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 61
Flestum, sem nokkuð hugsa um landið sitt, þykir gam-
an að sjá, hve margt sauðfé, kýr, hestar og menn voru á
því fyrir fyrri aldamót, nm miðja öldina og fyrir 25 og 10
árum o. s. frv., til þess að sjá, hve mikið hag þjóðarinnar
hefir miðað áfram. Sömu hngsun hafa eftirkomendurnir
vafalaust að 50 árum liðnum. en þá er leitt fyrir þá, að
hafa ekki sannar skýrslnr frá þessum tíma til samanburðar.
En »því er að tjalda sem til er« og skal hér sett nr
landhagsskýrslunum litið ágrip af því, sem mönnum þykir
helzt gaman að vita.
Um landbúnað.
Arið 899 er talið að verið hafi alls á landinu naut-
peningur 22,450 Þar af kdlfar 2,950. Sauðfé 694,490.
Þar af 194,000 lömh. Geitfé 225. Hross 41,940. Þar af
2,680 folöld. Þessi lifandi peningur er metinn alls 9,711,000 kr.
Framteliendur voru 10,295 og hýli talin 7,015 Jarðar-
hundruð, sem búið var á, voru 85,874, en i eyði voru talin
297 hndr.
Svo er talið, að ræktuð tún á landinu séu að stærð
54,517 dagsláttur (á 900 Q faðm.) og matjurtagarðar sam-
tals 794 dagsláttur. Ennfremur er talið að fengist hafi þ.
á. 631,550 hestburðir af töðu. Það eru til jafnaðar ll1/^
töðuhestur af dagsláttunni, og af útheyi eru taldir 13L1,500
hesthurðir. Af kartöflum hefir átt að fást 14,290 tunnur,
og af rófum og ncepum 12,140 tunnur. En hætterviðað
6 siðustn tölurnar sén enn þá meira af ágizkun en hinar
fyrri.
Samanburður við fyrri ár er þannig:
Arið Arið Meðalt. Meðalt. Meðalt. Arið.
1703 1783 1821-30 1861-69 1884-90 1899
Nautpen 35,860 21,460 25,150 20,670 18,160 19,500
Sauðfé 274,000 332,700 426,7> 0 360,180 414,670 500,480
Geitfé 818 » » 343 62 225
Hross 26,900 36,400 32,700 35,500 31,200 59,260
Af samanburði þessum sést, að nautpeningi hefir fækk-
að mjög; er það eigi álitlegt fyrir túnræktina, nema að far-
(51)