Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 69
aðrir og 4 smíðapiltar. Nú er 1 yfirsmiður þar, 10 skipa-
smiðir og 5 smiðapiltar; auk þess nokkrir járnsmiðir og
eigi allfáir verkamenn, sem gera að seglum og reiða, og
fleira þvi er að viðgerð skipa lýtur. Ný skip hafa Fær-
eyingar eigi látið smíða, af því að eldri skip hafa fengist
undanfarin ár á Englandi fyrir mjög svo lágt verð. Þessi
uppsátursáhöld telja Eæreyingar sér ómissandi, en finna þó
að þau eru þeim ekki alls kostar nægileg og eru því farn-
ir að ráðgera að búa til skipakvi, er taki um 40—50 skipa.
Svona hátt hugsa Eæreyingar sér, og eru þó ekki fleiri
talsins alls en rúmlega 15,000; en hér á landi er það talin
fásinna og oss ofvaxið að búa til skipakvi, og þyrfti hún
þó líklega ekki að kosta meira í Bessastaðatjörn en nálægt
75,000 kr.
Yið Eaxaflóa eru nálægt 65 þilskip, sem eru alls yfir
hálfrar miljónar kr. virði. Til þess að verja þessa nytsömu
og dýru eign fyrir skemdum af sjávarmaðki og hættu af
lagis og stormum eru engin áhöld hér til, hvorki uppsáturs-
áhöld né skipakvi, og enginn fullnuma skipasmiður; öll að-
gerð á skipum er gerð frammi í flæðarmáli af laghendum
mönnum, sem hafa sjálfir kent sér að gera að skipum.
Flestir ættu að geta séð, að þetta er ófullkomnara en
það ætti að vera, og getur alls eigi staðist mörg ár án gagn-
gerðrar br.eytingar. Eg er sannfærður um, aj komist á
þur skipakví, munu menn eftir nokkur ár ekki skilja i því,
að menn skuli hafa getað verið mörg ár án hennar eða
uppsátursáhalda.
Flest eru skipin nýlega keypt á Englandi fyrir mjög
lágt verð, 10—20 ára gömul, svo að þeir, sem þekkja til
skipaútgerðar, ættu að geta séð, að eigi líða mörg ár, áður
en óhjákvæmilegt verður að framkvæma stórar aðalaðgerð-
ir við flest þeirra, ef lífi manna og eign á eigi að vera
stórmikil hætta búin; en slíkt er eigi hægt að gera frammi
i flæðarmáli. .
Hér er eigi um neina smámuni að ræða. I skipunum felst
mikil fjárhæð; á þeim hvíla miklar skuldir til landssjóðs,
almennra stofnana og einstakra manna; á þeimhvílir atvinna
(59)