Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 82
útlegð á Djöflaey yið S.-Ameríku. Tyrkir kefja manndráp
i Armeniu Frakkar enn i ófriði á Madagaskar.
1895. Friður milli Kina og Japan, sem fær eyna
Formosa. Bretar eiga i þrætu við Bandarikiu út af landa-
þrætn við Yenezuela. Frakkar vinna Antananarivo, höfuð-
Forg á Madagaskar. Manndráp hefjast á Krit.
1896. Italir gjörsigraðir í Abjjssiníu. Olympíu-
leikirnir endurreistir í Aþenu. Uppreistir á Kuba. Filips-
eyjam og Krít. 5 þús. Armena drepnir i Miklagarði 2S/8.
Lokið við skurð fram hjá Járnhliðinu i Duná.
1897. Grikkir senda Yassos sjóforingja til Kritar.
Ófriður milli Tyrkja og G-rikkja, er hiða ósigur. Friður 18/9.
Bandarikin leggja Hawaj undir sig, Vefengdur Dieyfus,
dómurinn á Frakklandi.
1898. Bandaríkin hjálpa Kuba og lenda því í ófriði
við Spánverja. Land- og sjóorustur við Saniago. Spán-
verjar gjörsigraðir. Bandarikin fá Kuba, Puerto Rico og
Filipseyjar. Friður í París 10/,2.
1899. Friðarfundurinn í Haag. Stofnaður stöðugur
gjörðardómur. Stórveldin færa sig upp á skaftið í Kína.
Ófriður milli Breta og lýðveldauna Transvaal og Oraníu.
1900. Bretar leggja nndir sig Transvaal og Oraniu-
ríki. Ófriður árið út. Styrjöld milli stórveldanna og Kina.
Sýning í Paris. Auglýst samhand Astrálíufylkja í eitt riki.
Holland fullgjörir neðansjávarskip.
Hj. S.
Munið eftir.
Það er þvi miður mjög algengt hér á landi, að hestar
séu kvaldir í uppeldinu. Menn hugsa meira um að fram-
leiða marga hesta, en góða hesta og duglega, einkum þeir,
sem ala upp hesta til þess, að selja þá á marftað til útlanda.
Margir halda þetta vera húhnykk, en þegar öll kurl koma
til grafar, verður það miklu fremur húhnekkir. — Fyrir
50 árum seldu Danir talsvert af hestum til útlanda og fengo
(72)