Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 25
'■iagstöíum. Hjer skulu aðeins sýndir dagstafir iiins fyrsta cíags i
hverjum mánuði:
1. Janúar a
1. Febrúar d
1. Marts d
1. Apríl g
1. Mai b
1. Júni e
1. Júlí g
1. Agúst c
1. September f
i. Október a
1. Nóvember d
1. December
Sje nú sunnudagsbókstafur ársins t. d. E (eins og hann er þetta
ár), þá þýðir það, að allir þeir dagar, sem hafa dagstafinn e,
verða á því ári sunnudagar, þetta ár t. d. 5. Janúar, 1. Júní.
þegar hlaupár er má skoða 29. Febrúar sem hlaupdag og
láta hann fá sama dagstaf og 1. Marts, sem sje d. Hvert hlaupár
hefur þá tvo Sunnudagsbókstafi, og gildir hinn fyrri þeirra fyrir
manuðÍDa Janúar og Febrúar, en hinn fyrir Marts—December.
Ef menn því þekkja sunnudagsbókstaf ársins, þá vita meun
líka á hvern vikudag hver einstakur mánaðardagur kemur á því
ari. En hvernig finna menn nú sunnudagsbúkstaf ársins?
Sunnudagsbóksfafirnir koma hver á eptir öðrum í öfugri röð,
sem sje G F E D C B A G F E o. s. frv. Ef menn nú þekkja
sunnudagsbókstaf einhvers árs, geta menn lagt það ár til grund-
vallar, en verða þó jafnframt að muna, að hvert hlaupár á að
hafa tvo sunnudagsbókstafi. Vilji menn nú t. d. finna sunnudags-
bókstaf ársins 1913, geta menn lagt árið 1902 til grundvallar, og
sunnudagsbókstafur þess er sem sagtE; aðferðin verður þá þessi:
1902 E 1905 A 1908 E D 1911 A
1903 D 1906 G 1909 C 1912 G F
1904 C B 1907 F 1910 B 1913 E
Sunnudagsbókstafur ársins 1913 er því E, binn sami og 1902,
svo að vikudagar ársins 1913 koma jafnan á hina sömu mánaðar-
daga eins og á þessu ári.
í íslenzlcu rímtali er sunnudagsbókstafurinn og hafður til
þess, að ákveða þau ár, sem hafa sumarauka. Sumaraukaár eru
þau, sem hafa G eða AG að sunnudagsbókstaf. En í hvert skipti
sem sunnudagsbókstafurinn GF kemur iyrir, verður næsta ár á
undan, sem hefur A að sunnudagsbókstaf, sumaraukaár. Næstu
sumaraukaár verða samkvæmt þessu 1906 og 1911.
PÁSKARNIR.
Með því að það getur stundum verið áríðandi fyrir ýmsa að
vita, hvaða mánaðardag páskarnir eru næsta ár á eptir því, sem
er að líða, verður framvegis skýrt frá því í almanakinn.
Næsta ár, 1903, eru páskarnir 12. Apríl.