Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 38
En hér er ekki rúm til að rekja slikt út í æsar. Les-
endnr fá vonandi nokkra hugmynd, af þessnm fáu linum,
nm afreksverk hans, og óska honum langra lífdaga.
G.M.
Röntgen.
»Meira ljós«!
Þessi orð eiga að hafa verið andlátsorð þýzka skáldsins
J. W. Groethe; hann dó 1832 og er talinn eitt hið mesta
og andrikasta skáld, sem heimurinn hefir átt.
Það er mannsins eðli, að hann ávalt heimtar meira,
en hann hefir, meiri þekkingu, meiri reynslu — meira ljós.
Það er manneskjunni meðskapað, að una ekki við það,
sem í arf er fengið, en leita sér nýrra fjársjóða og kanna
nýjar leiðir, rannsaka leyndardóma náttúrunnar og skygnast
inn í dulardjúp alheimsins. —
A 19. öldinni hefir þektingarauður mannanna aukist
meir en nokkru sinni áður á jöfnum tima; margar fundn-
ingar þeirrar aldar eru svo furðulegar, að þær ganga
göldrum næst, t. d. ritsimi (telegraf), talsími (telefon),
ljósmyndalist (fotografi), hljóðriti (fonograf), og margt fleira.
En þekkingarfýsn mannsins á sér engin takmörk; nú-
lifandi kynslóð iítur svo á, sem margt sé í ljós leitt, en þó
meira hulið myrkri; hún víðfrægir hvern þann mann, sem
aflar henni nýrrar þekkingar, leiðir i ljós einhvern þann
leyndardóm náttúrunnar, sem áður hefir verið hulinn.
Slíkur maður er Röntgen.
Hann er miðaldra maður, á heima á Þýzkalandi og er
háskólakennari.
Yíðfrægð sina hefir hann hlotið af því, að hann fyrir
nokkrum árum fann geisla, sem eru annars eðlis en vana-
legir ljósgeislar eða hitageislar. Þessir nýfundnu geislar
ern ýmist nefndir Köntgens-geislar eða X-geislar. Þá hluti
köllum vér gagnsæja, sem ijusgeislar kom&st í gegnum. —
Röntgens-geislarnir eru þess eðlis, að þeir komast í gegn-
um ýmsa þá hluti, sem vanalegir ljósgeislar ekki komast í
gegnum, og fyrir þá sök geta þeir komið að ýmsum notum.
(28)