Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 86
ganga úti, er oft neyðarúrræði og sízt betra en að hafa þá
á gjöf, ef þess er vandlega gætt, að lát.a þá alt af fá
rylclaust hey. Til þess þarf að hrista vel heyið og síðan
rennvæta það í köldu vatni, áður en það er gefið. Aðbera
snjó í heyið, er alls akki nóg.
Munið þá eftir því, að oft tekst að verja hesta heymæði,
ef þess er gætt,
að gefa þeim lítið, en gott.
að þeir séu í loftgóðu, súglausu húsi,
að þeir fái sem oftast að viðra sig og hreyfa
og — að þeir fái aldrei rykugt hey.
Magnús Einarsson.
Færeyjar og íslamd.
Árið 1801 var fólksfjöldinn i Færeyjum 5265. Nú eru
þar rúmar 15000 manna. Hafa því eyjaskeggjar nærri þre-
faldast á öldinni er leið.
I hyrjun 19. aldar var fólksfjöldi k Islandi 47240 Nú
eru þar um 77 þúsundir manna; hefir því mannfjöldinn á
Islandi ankist um 80000 á öldinni er leið, og vantar þann-
ig mikið á, að hann hafi tvöfaldast. Ef engir Islendingar
hefðn farið til Ameríku, hefði fólksfjöldinn á Islandi hér
um bil tvöfaldast á 19. öldinni. Ef Iílendingum hefðifjölg-
að að tiltölu jafnmikið og Færeyingum á i9. öldinni, þá
hefðu landsmenn nú verið um fullar 140,000.
Færeyingum hefir fjölgað langmest á seinni hluta ald-
arinnar, og aðalástæðan til þess er sú, að verzlunarlSg
þeirra eru sniðin eftir þörfum peirra sjálfra, að sinu
leyti alveg eins og verzl'unarlög Daua, Norðmanna, Svia,
Englendinga og allra siðaðra þjóða, nema Islendinga. Verzl-
unarfrelsi komst þó fyrst níu mánuðum síðar á í Færeyj-
um en á Islandi, eða 1. janúar 1856, en sú bið hefir horgað
sig fyrir Færeyinga. Verzlunarlög þeirra eru gefin út 21.
marz 1855 og hljóðar 10.gr. laganna þannig:
»Eétt til þess að reka verzlun i Færeyjum hefir sér*
hver sá, er heldur þar dúk og disk (þ. e. er búsettur 1
(76)