Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 89
Ætla má, aö vandað sé til ntanáskrifta bréfanna
til Islendinga í Ameríkn — og verða þar eigi kend önn-
nr ráð til bóta en að ganga eítir glöggri skrift á hin-
nm útlendu staðaheitum, og skrifa stafrétt eftir henni.
Eg hefi sjálfur fengið heimsenda póstsending frá Ame-
rikn Vegna þess, að einn »essi« var ofankíð inni í mfðju
héraðsnafninu; hitt alt laukrétt. En nm þau bréf er
sama að segja og önnur, að ganga má svo frá bæjarnafninu
í sjálfu bréfinu og undirskrlftinni, að bréfið komi þó að
minsta kosti aftur á sinum tíma heim tii þess, er sendi,
tomi það eigi fram vestra. En mestur hluti bréfanna er
þó eðlilega frá innlendum mönnum til innlendra, og fyrir
þá er þetta aðallega ritað.
Helzta orsökin til vanskila er sú, hvað margir bæir
eru samnefndir hér á landi. Líti maður í »íslenzka bæja-
talið« eða Póstsendingabókina« öðru nafni, verða fyíir
manni 10—20 bæjauðfn samnefnd i 8 eða fleiri lögsagnar-
nmdæmum. Og svo er þess að gæta, að Póstsendingabókin
er aigjörlega bygð á Jarðabókinni frá 1861, en síðan hefir
komið^upp mesti fjöldi af nýbýlum, mest þurrabúðum i
kaupstöðum og við sjóinn, og mörg þeirra heita einmitt
algengustu bæjanöfnunum, því að gjarnan eru þau heitin í
höfuðið á fyrri bólstöðum.
Nefna mætti fjölda bæjarnafna, sem eru viðsjál, og
reynslan hefir líka sýnt að einna helzt standa utan á
vanskilabréfunum. Eg tek hér upp 40 bæjanöfn eftir Póst-
sendingabókinni, og þó töluvert af handahófi. Þau eru
þessi: Ás, Bakki, Bjarnastaðir, Borg, Breiðabólsstaður,
Brekka, Bær, Eyri, Eoss, Garðar, Gil, Grimsstaðir, Gröf,
Hamar, Hamrar, Háls, Hlið, Hof, Holt, Hólar, Hóll, Hraun,
Hvammur, Höfði, Krókur, Mðhús, Nes, Xúpar, Os, Reykir,
Saurbær, Skarð, Skógar, Tjarnarkot, Tunga, IJppsalir,
Yatnsendi, Vellir, Vík, Þverá. T. d. mætti nefna, að Hóll
mun vera rétt í öflum lögsagnarumdæmuin landsins, minst
60 Hólarnir, þótt sumir þeirra hafi auðvitað frekari ein-
kenni, og á þeim 60 Hólura eru ekki svo fáir Jónar og
margir þeirra aftur Jón3synir, og er póstmönnum þá sann-
(79)