Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 68
maður, samtals 1438. Þar af druknaðir 57, dánir af öðr-
um sl/sum 13, og 12 styttu sér sjálfir aldur. Fermdir
unglingar 1609 og brúðhjón 503. Eftir ágizkan bafa 739
menn fluzt á þessu ári til útlanda fleiri en þeir, sem fluzt
bafa inn í landið, sem fáir voru. Eólkstalan í landinu
reiknast þá við árslok 76,383.
Tr. G.
Þúfnasléttun.
Árið lo99 var ekki sléttað meira en 393 dagsláttur,
sem er talsvert minna en 2 árin næst á undan 424 og 528
dagsiáttur. Eins og undanfarin ár er skýrsla hér að aftan
um þúfnasléttun í töfluformi, og sést af henni, að í 6 efstu
sýslunum hefir verið sléttað að tiltölu mest, eins og hin
árin. Að eins 2 sýslur, Suðurmúlasýsla og Norðurþingeyj-
arsýsla, hafa sléttað meira þ. á. en tvö undanfarin ár; hin-
ar allar minna.
I almanakinu í fyrra var minst á, að fátt lýsti meir
deyfð manna í búnaðarframförum en það, að landssjóður
þyrfti að greiða bændum daglaun fyrir að slétta þeirra
eigin tún. En hvernig er svo verkið unnið? Þyrfti ekki
sumstaðar að hafa meira eftirlit en hingað til með þvi,
hvernig það vetk er unnið, sem landssjóður styrkir. Slétt-
an á ekki saman nema nafn. Þegar litið er borið undir
þökurnar, og svo misjafnt pælt undir þær, svo þær verða
hálfþýfðar aftur á fám árum, þá er sléttuuin eigi verðlauna
verð. Landsjóðsstyrkinn ætti eingöngu að veita fyrir vel
unnið verk.
Þilskipaeignin.
I Trangisvaag (Þrengslavogi) og Yestmannahöfn í Eær-
eyjum eru vindur hafðar eða uppsátursáhöld, til þess að
koma þilskipum á þurt land, þegar gera þarf að þeim eða
hreinsa þau. í Trangisvaag komu áhöldin fyrst árið 1894,
og þá um leið skipsmíðameistari frá Danmörku, 6 skipasmiðir
(58)