Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 96
Prófessorinn: »Má eg spyrja, er herra yfirdómarinn
heima?«
Rdðskonan: »Hefir pról'essorinn ekki frétt, að yfir-
dómarinn er fyrir 14 dögum kominn undir græua torfu«.
Prófessorinn: »So—so,— þá vil eg ekki gjöra honnm
ónæði; eg hið að heilse honum; verið þér sælar«.
* * *
Hann: »Mó eg spyrja yður, fröken, hvort þér þyrð-
uð að ferðast með mér alla lifsleiðina?«
Kaupmannsdóttirin; »Já! þaðþyrðieg, ef þér hafið
nógn mikla ferðapeninga*.
* * *
Jón: »Mig langar og frænku mina hálf-langar og
föður minn langar dálítið líka til að biðja yður að lýsa
með mér og frænku. Við vildum láta þig sitja fyrir öðr-
um, af því þér komuð okkur báðum í kristinna manna reit«.
Prestur: I kristinna manna tölu, meinarðu.
Jón: Já! eiginlega það.
* * *
Hún: »Eg vildi ekki eiga yður. þó þér væruð sá
einasti karlmaður í heiminum«.
Hann: »Þá fengjuð þér mig ekki, því þá mundi eg
biðja mér miklu fallegri konu en þér eruð«.
* * +
Hans: »Eg er nú kominn hérna til yðar til að biðja
yður að lýsa með mér og henni Stínu«.
Presturinn: »Ætlarðu uú að giftast Stínu? um dag-
inn ætlaðir þú, að biðja hennar Línu«.
Hans: »Já! það er satt; en eg skal segja yður,
prestur góður, húm Stína d kúc.
Presturinn: »Lina á kú líka«.
Hans: »Já! veit eg það; sú kýr ber ekki fyr en
eftir miðjan vetur, en Sbínu kýr er snemmbœr«.
♦ Ý *
Ekkjumaðurinn: »Má eg segja yður, kæra fröken,
frá þvi, sem mér liggur þungt á hjarta?«
Rdðskonan: »Þér ættuð ekki að trúa mér fyrir
(86)