Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 76
Ófriður milli Frakka og Prússa. Orustur við Jena og Aner-
stadt. Berlín tekin af Napoleon.
1807. Orustur við Eylau og Friediand milli Frakka
og Bússa. Friður i Tilsit. Frakkar vaða inn i Portúgal
og taka Lissabon. Bretar taka flota Dana. Bönnuð þræla-
verzlun á Bretlandi. London lýst með gasljósi. Davy
finuur natrium- og kaliummálmana. Foulton smíðar fyrsta
gufuskip i New York.
1808. Bretar senda her til Portúgais gegn Frökkum, er
taka Madrid og setja Joseph Bonapartetil konungs á Spáni.
1809. Ofriður Breta og Austurríkism. við Frakka.
Napoleon tekur Yin amiað sinn. Orustur við Aspern og
Eslingen og Wagram. Semmering, þýzkur, býr til fyrsta
ritsímann.
1810. Napoleon leggur iiolland undir Frakkland.
Chili veiður sjálfstætt ríki.
1811. Paraguay verður sjálfstætt riki. Halastjarnan
mikla sést.
1812. Jarðskjálfti í Yenezuela 26/3, 20,000 manna far-
ast. Ófriður milli Frakka og Rússa, orustur við Smo-
lensk og Borodino. Moskva tekin og hrennur. Frakkar
böria heimleiðis, missa yfir 300,000 manna.
1813. Bretar reka Frakka af Spáni. Rússar, Prússar,
Austurríki og Svíþjóð snýst gegn Frökkum. Orusta við
Bautzen og fólkorustan við Leipzig. Napoleon hörfar inn
á Frakkland.
1814. Her samhandsmanna nær París. Napóleon segir
af sér, gjörður landstjóri á Elha. Burhonar komast til valda
á Frakklandi (Loðvik 18.). Ofriður milli Breta og Banda-
ríkjanna. Yinarfundurinn settur. Hraðpressan fundin upp
af Friedrich Koenig.
1815 Napoleon hrýzt aftur til valda á Frakklandi og
hannar þar þrælasölu. Heldur völdum 100 daga. Berst
við Breta og Prússa hjá Waterloo, hiður ósigur og gengur
á vald Breta, er flytja hann til St. Helena.
1816. Argentina hrýzt undan Spáni. Humphrey Davy
finnur upp öryggislampann til notkunar í kolanámum.
(66)