Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 22
Af þessum rásbundnu balastjörnum er halastjarna Halley’s
sú eina, cr sjeð verður með borúm augum. Halastjarna Biela’s,
sem 1845 og 1852 sást skipt í tvo hluti, hefur ekki sjezt síðan;
en hin miklu stjörnuhröp, sem sáust 27.N<5vember 1872 og 1885,
hafa líklega stafað frá henni. Hón virðist því hafa sundrazt.
Eins virðist hafa farið fyrir halastjörnum Brórson’s og Tempel’s I,
sem hafa ekki sjezt síðan 1879, þðtt þær ættu að birtast á ny
hjerumbil hvert sjötta ár.
Ári'S 1900 birtust þrjár nýjar halastjörnur, og sást þó engin
þeirra með berum augum. Hina fyrstu þeirra uppgötvaði Giacn-
bini í Nizza 31. Janúar, og var birta hennar mjög dauf. Aðra
þeirra uppgötvuðu þeir Broohs í Ameríku og Itorrelly í Mar-
seille báðir í einu hinn 23. Júlí; hún var í sjónauka fremur
björt að sjá. Hvorug þeirra er væntanleg aptur. svo langt sem
sjeð verður fram í tímano. Aptur er von á þeirri þriðju, sem
Giacobini í Nizza uppgötvaði 20. December og sem var fremur
dauf, að 7 árum liðnum.
í sambandi við halastjörnur standa stjörnuhröy, það hefur sem
sje optsinnis verið sannað, að brautir þeirra eru hinar sömu og
þær, er kunnar halastjörnur ganga. Stjörnuhröpin eru smálíkamar,
vígahnettir, sem á leið sinni kringum sólina reka sig á jörðina
og núast svo í gufuhvolfi hennar, að þeir verða glóandi. Stjörnu-
hröp sjást á hverri heiðskírri nótt. En á vissum nóttum á árinu
eru mikil brögð að þeim og birtast þau þá þannig, að hugsi
menn sjer brautir þeirra framlengdar aptur á bak, þá skera þær
hverjar aðrar f sama stjörnumerkinu, í hinum svo nefnda geislan-
depli. þetta bendir á, að jörðiu þá svífi í gegnum heilt flóð af
vígahnöttum. Slíkar nætur cru: næturnar 19.—25. Apríl, er
stjörnuhröpin virðast geisla út frá Hörpumcrkinu (Lýríadarnir),
næturnar kringum 10. Ágúst, er þau virðast að geisla út frá
l’erscus (Perseídarnir eða tár Lárentíusar hins helga), næturnar
um miðjan Nóvember, er þau virðast að geisla út frá Ljónsmerk-
inu (Leónídarnir) og næturnar kringum 23. Nóvember, er þau
virðast geisla út frá Andrómedu; þessi síðasttöldu stjörnubröp
6tafn frá halastjörnu Biela’s og kallast því Bielídar.
PLÁNETURNAR 1902.
Mcrkúrius er vanalega svo nærri sólu, aiS hann sjest ekki
með berum augum. 3. Eebrúar, 28. Maí og 25. September er hann
lengst í austurátt frá sólu, en 17. Marts, 16. Júlí og 4. Nóvember
lengst í vesturátt frá sólu. Hægast er að sjá hann: á kveldin í
byrjun Febrúar, er hann gengur undir í VSV 2l/4 stundu eptir
sólarlag, á morgnana í byrjun Nóvember, er hann kemur upp
litlu sunnar en í austri, 2!/2 stundu fyrir sólarupprás.
Venus er í ársbyrjun kveldstjarna, er skærust kringum 9.
Janúar og gengur allan Janúarmánuð ekki undir fyr en nokkru
eptir kl. 7 á kveldin. í Eebrúarmánuði fer hún að ganga fyr
undir7og um miðjan þann mánuð verður hún með öllu ósýniieg,
með því að hún gengur þann 1.4. Febrúar inn fyrir sólina. Skömmu