Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 64
nrðu að búa við fram yfir miðja öidina, vegna pósta- og
samgönguvöntunar.
Árið 1876 byrjaði »l)iana« ein með þremur ferðum
reglulegar póstferðir kringum landið, en nú fara 5 gufu-
skip, sem landssjóður veitir fé til, 12 ferðir með bréf og
póstsendingar kringum landið. Auk þessa fara 4 gufuskip,
sem eru eign einstakra manna, margar ferðir á ári frá út-
löndurn til norður- og austurlandsins, og flytja póstsend-
ingar þangað og bréf.
Fyrir þessar greiðu samgöngur hafa póstsendingar
mjög aukist, sem hér skal sýnt:
Ár Almenn bréf Böggulsend- Peningabréf Verð hins
tals ingar, tals og verðsend. senda í kr.
1877 37,300 4,436 1,930 400,220
1887 79,100 5,640 5,990 1,143,800
1898 279,600 10,590 14,560 1,620,200
Af 1 aessu kemur á árið 1898:
á S.amt. 116,395 3,670 5,'"50 687,970
- V.amt. 66,280 2,590 2,855 334,550
- N.amt. 57,715 2,645 3,720 368,930
- A.amt. 39,210 1,685 2,235 228,750
Hér af sést, að sendingar á bréfum, böglum og pen-
ingum með póstum hafa geysimikið vaxið á 20 árum. —
Að sama skapi hafa fjölgað póstferðir á laadi, póstaf-
greiðslustaðir og bréfhirðingastaðir, og kostnaðurinn aukist:
Árin 1877 1887 1894 1898 1900
Póstafgreiðslustaðir 18 20 23 23
Bréfhirðingarstaðir 47 60 120 160
Frímerki seld: kr. kr. kr. kr.
í Keykjavík.............6,400 11,600 15,080 20,140
á ísafirði............... 470 1,446 1,860 3,020
- Akureyri............ 1,080 1,540 1,780 2,280
- Seyðisfirði........... 380 700 1,450 2,650
,f 20 öðrum póstafgr. 2,250 4,745 7,190 9,660
Samtals 9,580 20,030 27,360 37,750
(54)