Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1902, Blaðsíða 87
íæreyj’um); er 25 ára að aldri og hefir óflekkað mannorð.
Þo skal sá, er ætlar að gerast kaupmaður, fyrst fá sér við-
nrkenningarbréf hjá ísorenskrifaranum* um að hann megi
stofna verzlun á þeim stað, sem hann nefnir. Fyrir hvert
slíkt viðurkennihgarhréf skal borga »sorenskrifarannm« 2
rd.« (þ. e. 4 kr.).
Þessari lagagrein eiga Færeyingar sérstaklega framfarir
smar að þakka, því hún hefir skapað innlenda verzlun-
arsiétt í Fœreyjum. Kaupmenn eyjaskeggja sáu það bráð-
lega, er þeir tóku að búa á eyjunum, að þeir efldu bezt
sinn eiginn hag með þvi að hugsa einnig um hag viðskifta-
manna sinna. Þess vegna gerðu þcir tvær miklar breyting-
ar á verzluninni og afnámu gömlu vöruskiftaverzlunina og
skuldaklafaverzlnnina. Fá nu færeyskir bændur peninga fyrir
vörur sínar og kaupa aftur af kaupmönnum vörur fyrir pen-
1DSai þar sem þeim líkar bezt, eins og siður er meðal
mentaðra manna.
Aðalatvinnuvegur Færeyinga er sjávarútvegur, og hafa
fsereyskir kaupmenn gengið í broddi fylkingar til þess að
auka hann og eila. Færeyingar áttu í árslok 1S00 85 fiski-
skip, hvert um 80 smálestir að stærð að meðaltali. Hvala-
veiðum koma þeir á fót hjá sér með hlutafélagskap. En er
atvinnuvegir þeirra hafa bat'úað, hefir fólkinu fjölgað, eins
og vanalegt er. Útflutningsstjórar hafa farið um eyjarnar,
en eigi hefir þeim tekist að fá Færeyinga til þess að flytja
sig til Vesturheims.
Islendingar mega láta sér þetta að kenningu verða.
Atvinnuvegum þeirra hefir eigi farið nærri eins mikið fram
að tiltölu eins og atvinnuvegum Færeyinga, enda eiga þeir
eigi innlenda kaupmannastétt og hafa eigi hlynt að henni;
svo hafa þeir enn vöruskiftaverzlun og skuldaklafaverzlun,
°g útlendsngar ráða mestu um verzlun þeirra.
(77)
B. Th. M.