Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 36
og lýsa lífinu, eins og pað gerðist í raun og veru.
Zola gekk búð úr búð og talaði við stúlkurnar ti!
pess að læra að pekkja hugsunarhátt peirra og alt
framferði; hann fór á knæpurnar, heimsótti lauslætis-
Kvendi Parísarborgar, sat við hlið eimreiðarstjórans
á jarnbrautarferðum, alt af skrifandi athuganir sínar,
til pess að geta lýst pessu raunverulega í ritum sín-
um. Síðan breiddist stefna pessi út um Evrópu og
voru helztu fulltrúar hennar peir Zola, Ibsen og Leo
Tolstoj: Zola, Ibsen, Leo Tolstoj,
eine Welt liegt in den Worten,1)
eins og segir í kvæði einu eftir pýzka ijóðskáldið
Arno Holz.
Skáldskap og fögrum listum hnignaði mjög á Pýzka-
landi eftir ófriðinn 1870, pótt undarlegt megi virðast.
Orsökin var sú, að alJur kraftur pjóðarinnar fór í
verklegar framfarir; verzlun og iðnaður jukust af-
skaplega, stórbæir risu upp og verksmiðjuiðnaður
ætlaði alt að gleypa og flestir virtust gleyma pvi, að
pýzka pjóðin var eitt sinn nefnd pjóð djúphyggju-
manna og skálda. Pó leið ekki á löngu unz nýir
kraftar bærðu á sér. 1866 var myndaður félagsskapur
i Berlín, er nefndi sig »Durch«, (»Durch« var einnig
orðtak keisarans, Vilhjálms 2.) og má í raun og veru
telja, að með honum haldi raunhyggjustefnan inn-
reið sina á Pýzkalandi. í félagsskap pessum voru
yngstu skáldin eins og t. d. Gerhart Hauptmann. Peir
sátu á rökstólum um skáldskap og horfur tímans,
um áhrif náttúruvisindanna á skáldskap og um er-
lend skáld. Petta sama ár samdi Tolstoj leikrit sitt
»Vald myrkranna«, leikrit Ibsens voru leikin í
fyrsta sinni i Berlín og »Theatre libre« Frakkans
Antoine sýndi leiklist sína í Berlinarborg. Var pað
all-merkilegur viðburður. Antoine var ómentaður
gróðabrallsmaður; kom hann á leiksýningum í París
*) o: heill heimur felst i oröum þessum.
(2)