Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 55
leið hina innri og þögulu rödd hlutanna. Nútima-
málarinn málar máske hús, er liggur eitt sér úti á
víðavangi, eða hann málar opna hurð við endann á
gangi, eða andlit eða hendur í algerðri ró, og þessar
einföldu myndir auka Iífsvitund vora og veita henDÍ
meira gildi. Eins á leikrit að fara að, segir Maeter-
linck. Pað á ekki að lýsa neinni baráttu ástriðnanna
eða deilum milli skyldunnar og hneigðanna, heldur
á pað að lýsa þeim dásamlegu lífsatburðum sjálfum
eins og þeir gerast, hinu daglega leyndardómsfulla
eintali manneðlisins við örlög sín. Maeterlinck dáist
því að Hamlet, er hefir tíma til að lifa án þess að
starfa, því að dýpra og ótæmanlegra er sjálft mann-
eðlið heldur en eðli ástríðnanna. Öldungur, er situr
í hægindastól sínum að kvöldi dags, finnur í þögn
kvöldkyrðarinnar lögmál lífsins og lifir innilegra
lífi heldur en sigursæl helja eða óður maður, er
myrðir kærustuna, eða svikinn eiginmaður, er
hefnir sín. Mismunurinn á verðmæti hins viðburða-
ríka og viðburðarsnauða lífs hverfur. Sál mín finn-
ur dýpra til en áður, hún þarf ekki á sérstöku atviki
gleði eða sorgar að halda; eitt bros getur sagt henni
það sem annars þarf óveður t. d. eða hönd dauðans
til að afhjúpa-----hún þarf ekki annað en að lita á
hreyfingar ungmeyjar eða hnígandi vatnsdropa eða
snerta hönd vinarins til þess að finna til hins dá-
samlega i lífinu, samband mannsins við hið óendan-
lega. Éetta er einmitt hlutverk leikritalistar og þetta
hafa þeir Sophokles og Æschylos gert. Alt annað
hverfur fyrir þessu mikla sambandi.----------Til eru
þúsund og aftur þúsund voldugri og mikilsverðari
lög en lög ástríðnanna; en lög þessi eru hæg, þögul
og kyrlát eins og alt, sem hefir ómótstæðilegt afl, og
er hægt að verða var við þenna leyndardóm á
rökkurstundu eða í næturkyrð. Astríður mannanna
eru því ekki aðalviðfangsefni leikrita og þaraf leið-
andi heldur ekki athafnirnar sjálfar, heldur er feg-
(21)