Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 106
taldar með nafnverði, hvort sem vextir eiga að
greiðast af þeim eða ekki. Óvissar skuldir má færa
niður eftir áætlun og ófáanlegar skuldir skulu ekki
taldar með. — e. Réttindi til stöðugra tekna skulu
metin eftir þvi endurgjaldi, sem hæíilegt væri fyrir
þau, þegar skatturinn er lagður á. — Nánari reglur
um virðingu getur stjórnarráðið sett. — 81. grr. Skrif-
legar skýrslur skulu menn senda skattanefndum fyrir
febrúarlok ár hvert.
Póstgjöld.
Almenn bréf. Innanlands: ef þau vega 20 gr.
eða minna 20 au., yíir 20 gr. að 125 gr. 40 au., yfir
125 gr. að 250 gr. 60 au. Innansveitar og innanbæjar
að 250 gr. 10 au. — Undir óborguð eða vanborguð
bréf skal greiða burðargjald það er ávsntar, ásamt
20 au. aukagjaldi fyrir hverja sendingu, þó eigi meira
en tvöfalt burðargjald það er ávantar (t. d. ef vantar
á sendingu 1 til 20 au. skal hið vanborgaða burðar-
gjald tvöfaldast, vanti yfir 20 au. á sendingu, skal
greiða hið vanborgaða burgargjald að viðbættum
20 au.). — Til Danmerkur og Færeyja:
Burðargjöld og þyngdartakmörk sömu og innanlands.
— Til annara landa: Fyrir hin fyrstu 20 gr. 40
au. og svo 20 au. fyrir hver 20 gr., sem þar eru fram
yfir. — Sé eigi borgað fyrir íram með frimerkjum
verður burðargjaldið tvöfalt. Sé ónóg borgað, tvö-
faldast það sem ávantar, þó aldrei minna en 25 au.
Spjaldbréf. Milli allra póststaða innanlands og.til
Danmerkur og Færeyja 15 au. Innanbæjar og innan-
sveitar spjaldbréf 8 au. Til útlanda annara en Dan-
merkur og Færeyja 25 au. Undir óborguð eða van-
borguð spjaldbréf er heimtað tvöfalt hið óborgaða
eða vanborgaða burðargjald, þó aldrei minna en-_25
(72)
i