Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 99
Skattar.
(Lög frá 1921, útdráttur. Gilda frá 1. jan. 1922).
Tekjuskattnr.
1. gr. Hver maöur heimilisfastur hér á landi er
skyldur, með peim takmörkunum, sem settar eru í
lögum þessum, að greiða skatt í ríkissjóð af tekjum
sínum. 3. gr. Tekjuskatt greiða enn fremur: Hlutafé-
lög, samlagshlutafélög og önnur félög með takmark-
aðri ábyrgð, nema tekjuafgangi sé einungis varið til
almennra þarfa. — Gagnkvæm ábyrgðarfélög, kaup-
félög, smjörbú, sláturfélög og önnur samvinnufélög.
— Önnur félög, sjóðir og stofnanir, sem ekki eru sér-
staklega undanpegin skattgjaldi, sbr. 4 gr., svo og dán-
arbú og þrotabú. — Ef ekki eru fleiri en 3 félagar í
verzlunarfélagi eða öðru atvinnufélagi með persónu-
legri ábyrgð, er skaltur ekki lagður á félagið sjálft,
heldur hvern einstakan félaga, ef ósk kemur fram
um pað frá félaginu um leið og tekjur eru taldar
fram, enda fylgi beiðninni pær skýrslur, sem með
parf til pess að ákveða skatt hvers einstaks félaga. —
Slík félög og stofnanir, sem um ræðir í þessari grein
og ekki eiga heima hér á landi, en eiga hér eignir
og hafa tekjur af peim, eða af starfsemi, sem hér eða
héðan er rekin, skulu greiða skatt í ríkissjóð af tekj-
um þessum. — 4. gr. Undanpegin öllum tekjuskatti
eru konungur og horðfé hans og ættmanna hans,
ríkissjóður og aðrir þeir sjóðir, er standa undir um-
sjón landsstjórnarinnar, sveitarfélög og bæjarfélög,
kirkjusjóðir, sparisjóðir, sem engan arð greiða stofn-
endum sinum eða ábyrgðarmönnum, og enn fremur
sjóðir, félög og stofnanir, er ekki reka atvinnu eða
skattfrelsi er veitt með sérstökum lögum. — Ef ágrein-
ingur verður um skattskyldu sjóðs, félags eða stofn-
unar, leggur stjórnarráðið úrskurð á málið, en heim-
ilt er pó hlutaðeigendum að leggja málið undir úr-
(65) 5«