Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 102
skyni að selja hana aftur með ágóða, eða hún heflr
verið í eigu hans skemur en 5 ár, ef um fasteign er
að ræða, en annars skemur en 3 ár. Pó má draga
frá þessum ágóða skaða, sem orðið kynni að hafa á
sams konar sölu á árinu. — f. Vinningur í veðmáli,
happdrætti eða því um líku. — 10. gr. Til tekna telst
ekki: — a. Sá eignaauki, sem stafar af því, að fjár-
munir skattgreiðanda hækka í verði — hins vegar
kemur heldur ekki til frádráttar tekjum, þótt slíkir
fjármunir lækki í verði —, ekki heldur tekjur, sem
stafa af sölu á eignum skattgreiðanda (að meðtöldum
verðbréfum), nema slík sala falli undir atvinnureksl-
ur hlutaðeigandi skattgreiðanda, t. d. fasteignaverzl-
un, eða að hún falli undir ákvæðin í 8. gr. e; þegar
svo stendur á, telst verzlunarhagnaðurinn á sölunni
til tekna, og eins má draga frá honum þann skaða,
sem orðið kynni að hafa á sams konar sölu á árinu.
— b. Eignaauki, sem stafar af arftöku, fyrirfram-
greiðslu upp í arf, fallinn eða ófallinn, af stofnun
hjúskapar, útborgun lífsábyrgðar, brunabótar og þess
háttar. — c. Tekjur, sem stafa af eyðslu höfuðstóls
eða lántöku. — d. Dagpeningar og endurgrsiðsla
ferðakostnaðar, sem skattgreiðandi fær, er hann verð-
ur að vera um stundarsakir Qarverandi frá heimili
sínu vegna starfa í almenningsþarfir. —11. gr. Pegar
finna skal skattskyldar tekjur, ber að draga frá: —
a. Rekstrarkostnað, þ. e. þau gjöld, sem á árinu
ganga til að afla teknanna, tryggja þær og hálda
þeim við, þar á meðal vextir af skuldum, er stafa
beinlinis af atvinnu eða öflun tekna svo og venju-
lega fyrningu eða það, sem varið er til trygg-
ingar og nauðsynlegs viðhalds á arðberandi eign-
um gjaldanda. Nánari ákvæði um, hvernig reikna
skuli fyrningu eða viðhald til frádráttar skulu
sett í reglugerð, sem stjórnarráðið semur. — Með
rekstrarkostnaði telst ekki það, sem gjaldandi
hefir varið sér og skylduliði sínu til framfæris og
(68)