Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Síða 43
hefir annan handlegginn í ófriðnum, og hræðist ekku
dauðann. Hann hefir stritað og kvalist alt lifið, en
hann trúir fastlega á endurgjald verka sinna í öðru
hfi. í*egar uppreistarmennirnir koma og skipa hon-.
hm út, sezt hann í vefstól sinn. Tengdadóttir hans,
er lifað hefir við sult og sejTru og ekki getað haldið
liftórunni í börnunum, ræður sér ekki fyrir gleði, og
ganga þau hjónin bæði í lið uppreistarmanna, en
Hilse gamli stendur kyr, þótt hinir hefji skothríð og
skipi honum út: »Hingað hefir sá himneski faðir
látið mig. Hvað, mamma? Hérna sitjum við og ger-
um skyldu okkar, hvað sem á dynur«. Pá hittir kúla
hann og hnígur hann til jarðar. En uppreistarmenn
ráðast á næstu verksmiðju. Pessi eru lok leiksins og
verður ei um sagt, hvort alt sæki í sama farið aftur
eða nýir tímar rísi upp. Rit þetta er talið bezta rit
raunhyggjunnar á Pýzkalandi og tileinkaði hann það
föður sínum.
Næstu rit Hauptmanns voru bæði gamanleikrit:
»Kollege Crampton« (1892) og »der Biberpelz«. f þvi
síðara stelur gömul þvottakona loðfeldi úr bjórskinni
frá húsbónda dóttur sinnar, og tekst henni svo meist-
aralega að koma gruninum yfir á aðra, að sýslumaður-
inn grunar hana sízt af öllum, en rausar um, að nú
þurfi að hreinsa til og koma þessum klækjahundum
fyrir kattarnef. Reyndi Hauptmann í ritum þessum
að nota aðferð raunhyggjunnar og hélt hann þessum
tilraunum sínum áfram, er hann samdi »Hanneles
Himmelfahrt« (Himnaför Hönnu litlu), sem er draum-
sýnir deyjandi fátækrar fjórtán ára stúlku. Fer leik-
urinn fram í fjallaþorpi einu í Slésíu á fátækrahúsi.
Er þar saman kominn allskonar betlaralýður; sumir
hafa setið í fangelsi, og eru þeir að rífast og blóta í
ákafa. Pað er desembermánuður og kalt í veðri. Pá
kemur kennarinn Gotlwald með 14 ára stúlku inn á
örmum sér, og kveinar hún sáran. Petta er Hannele
Mattern, stjúpdóttir múrara eins í þorpinu, og er hann
(9)