Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 41
»de '\Vaber«), enda má' telja pað höfuðrit hans og
hámark raunhyggjunnar á Pýzkalandi. Lögreglan
bannaði leiksýningar þess, einn ráðherranna réðst
á pað í þingræðu, og mörgum árum síðar, er Haupt-
tnann skyldi fá Schillersverðlaunin, var honum neit-
að um pau. Leikrit petta lýsir sannsögulegum við-
burðum, neyðarkjörum vefara árið 1848; sjálfur var
Hauptmann fæddur í vefnaðarhéraði í Slésíu og
þekti pví líf vefara af eigin reynd. í upphafi leiksins
sýnir höf. skrifstofu verksmiöjueigandans Dreissiger:
föl og gul verkamannaandlit, innfallin brjóst, hóst-
andi aumingjar, hver öðrum líkur; konurnar allar í
tötrum, en ungu stúlkurnar gremjulegar og fölar, en
ekki ósnotrar. Allur pessi skari er að sækja laun
sín, biðja um launahækkun eða fyrirframgreiðslu,
en gjaldkerinn er önugur og aumingjarnir byrgja
niðri í sér grátinn eða svara eins og tveggja atkvæða
orðum: ó! Jesús! Jesús! eða öðru líku. Pó er einn á
meðal peirra, rauði bakarinn, er kveður upp úr um,
að launin séu engin borgun fyrir vinnuna; er hann
þegar rekinn úr vinnunni. Ungur drengur fellur í
ómegin af sulti. Og eymdarástandið eykst enn, því
að Dreissiger vill bæta við sig 200 vefurum, en hver
þeirra á að eins að fá 10 groschen í laun.
í öðrum pætti er sýnd stofa hjáleigubóndans Wil-
helm Ansorge í Kaschbach í Eulengebirge. Híbýlin
eru slæm, tæplega 3 álnir undir loft og loftið bilað.
Pappírslöppum er límt fyrir gluggaholurnar og hálmi
stungið inn í. Gamla konan Baumert er grindhoruð,
og verður að klæða hana og mata eins ogbarn; hún
er að spóla og sömuleiðis sonur hennar tvítugur,
Vitfirringur. Tvær dætur eru að vefa, og eru þær í
stuttpilsum úr hörðu lérefti og grófgerðum skj^rtum.
Pau eru að bíða eftir föðurnum, gamla konan kvein-
ar og 4 ára gamall drengur eldri dótturinnar grætur
af sulti. Nágrannakonan kemur og biður um hnefa-
fylli sina af hveiti; maður hennar liggur veikur og
V)