Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 57
sálar, Hilde og Solness byggingameistari. Viðræður
Jíeirra eru bergmál af samtölum hins innra heims. —
í leikritum sínum reyndi Maeterlinck að sýna skoð-
anir sínar, en þó verður að gæta þess, að skáldið í
honum var fyr á ferðinni en heimspekingurinn. Eitt
af fyrstu ritum hans er »Maleine prinsessa«, er raun-
ar sýnir allmarga atburði, morð og bruna o. fl., en
auðkenni Maeterlincks koma þó áþreifanlega í Ijós í
þessu riti hans. Landslagslýsingin á að tákna hugar-
ástand mannanna, sál náttúrunnar og sál mannsins eiga
að svara hvor til annarar: stjörnur hrapa af himni,
halastjarna virðist spýja blóði á kastala; stunur heyr-
ast í brunnum, hrafnar krunka, mýraljós flökta um
engjar, haglhríð dettur á á nóttu þeirri, er Maleine
er myrt, páfuglar sitja á kýpressutrjám, uglur húka
á krossgötum og lömbin í þorpinu safnast sáman á
dauðra manna gröfum. Alstaðar hrollur og skelfing,
enda er angistin fyrir því, er á eftir að koma fram,
aðalinnihald leikrits þessa. Svipuð eru önnur leikrit
hans eins og t. d. »Óboðinn gestur«, »Blindingjarnir«,
olnni fyrir«, og æfintýraleikir hans: »Prinsessurnar
sjö«, »Alladine og Palomides« og »Dauði Tintagiles«.
Lítum á nokkur þessara rita. »Oboðinn gestur«:
Pað er nótt. í gamalli höll einni sitja saman kring-
um lampa blindur afi, faðir, föðurbróðir og þrjár
dætur. Móðirin liggur veik í næsta herbergi og lið-
ur heldur betur; læknarnir hafa sagt, að hættan sé
afstaðin. Pau, sem sitja þarna, eru að bíða eftir
hjúkrunarkonunni, klausturforstöðukonu; að minsta
kosti segja þau það öll. En biðtíminn lengist og eftir-
væntingin breytist í annað, er ótal smáatvik boða.
ínnri sýn blinda mannsins sér bezt, hann verður
fyrst var við, að hún, »elle«, sem verið er að biða
eftir, er ekki hjúkrunarkonan, heldur dauðinn (»la
mort«). Hann heyrir fyrst einhvern ganga inn í garð-
inn, eins og það væri hæg vindgola; næturgalarnir
þagna, fiskarnir í vatninu kafa til botns, svanirnir
(23)