Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 53
viðkvæm flauta á vorin — mál hans málar í hálf-
birtu Correggios, með ljóslitum Tizians og yfirnátt-
úrlegri línufegurð Rafaels. Mál hans meitlar marm-
aramyndir og sj'nir volduga byggingalist fornaldar-
innar og jmdislega smágerðar bj'ggingar rokokostíls-
ins. — Ljóðlistin verður nú frekar en nokkru sinni áður
að list smágerðustu og viðkvæmustu blæbrigða orð-
anna á hugarhræringum mannsins. Og skáldsagan
leitast við að ná þessum blæbrigðum eins og kemur
greinilega í ljós hjá danska skáldinu J. P. Jakobsen
í »Maria Grubbe« og »Niels Lyhne«. Franska skáldið
Verlaine tekur það frara í kvæði einu, er hann nefn-
ir »Art poetique«, að Ijóð eigi að vera söngur fram-
ar öllu öðru og lýsa fíngerðustu breytingum. Petta
kemur og fram í leikritalist og er belgiska skáldið
Maúrice Maelerlinck helzti leikritahöfundur pessarar
nýju stefnu.1)
Maelerlinek hugði fyrst að skapa leikrit í anda
raunhyggjumanna. Hann vildi lýsa mannlegu lífi í
öllum pess myndum, en vildi pó einkum lýsa sálar-
lífi peirra til hlítar og rekja örlög þau, er orsökuðu
lif einstaklinganna. Hann vildi lýsa sambandi ein-
staklingsins við hið óendanlega og leikrit fanst hon-
um í fyrstu að ættu að vera lýsing á lífskjörum
tnanna, er lifi i angist og kvölum jarðlífsins og hljóti
að verða örlögum sínum, er séu hulin, að bráð. En
seinna breytti Maeterlinck skoðun sinni á eðli leikrita
og sambandi einstaklingsins við hið óendanlega. Benti
hann á, að blóðsúthellingar, gatnabardagar, morð,
sjálfsmorð o. p. h. væri algengt í mestu leikritum
veraldarinnar; sjálfur er hann þeirrar skoðunar, að
sá alvarlegi sorgarleikur lífsins byrji þar sem slik
æfintýri og hættur eru um garð gengnar. »Er nauð-
synlegt að við hrópum upp eins og Atrevssynir til
1) M3terlinck er fæddnr 1862 i Gand. Lagði hann stund á heim-
speki og Iögfræði við háskólann þar, og var síðan málaflutnings-
maður 1887-% i Gand; síðan hefir hann lengst af dvalið í París.
(19) 2’