Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 98
gjaldi: a. Yfirlýsingar sem eru þinglesnar eða skrá-
settar, með 1 kr., ef þau falla eigi undir nein ákvæði,
sem nefnd eru að framan. b. Útdrættir, afrit og vott-
orð, sem einstakir menn biðja um úr embættisbókum
eða skjalasöfnum, með 50 au. c. Nótaríalvottorð og
afrit eða útdrættir af nótaríalgerðum með 50 au. d.
Dómsgerðir eða réttargerðir in forma frá undirrétti
með 2 kr., en frá hæstarétti með 5 kr. Pingsvitni með
1 kr., að undanteknum þingsvitnum um slys eða
Terðlaun fyrir björgun frá druknun. e. Kvaðning utan
réttar með 1 kr. f. Tilkynning til innritunar í verzl-
unarskrá með 20 kr. Tilkynning um prókúru stimpl-
ast þó að eins með 5 kr., er sérstök er. Tilkynning
um að firma sé hætt stimplast með 5 kr., en aftur-
köllun prókúru með 2 kr. Breytingar á skrásettum
tilkynningum stimplast annars með 5 kr. g. Beiðni um
skrásetningu vörumerkis með 20 kr., en beiðni um
endurnýjun með 10 kr. h. Borgarabréf til heildsölu-
verzlunar með 500 kr., en borgarabréf til smásölu-
verzlunar með 100 kr. i. Leyfisbréf farandsala og um-
boðssala með 300 kr. j. Skipstjóraskírteini með 10 kr.
k. Stýrimannsskírteini með 5 kr. 1. Vélstjóraskírteini
með 5 kr. m. Sveinsbréf með 4 kr. n. Einkaleyfisbréf
með 100 kr., og undanþágur frá skilyrðum í slíkum
bréfum með 50 kr. o. Önnur leyfisbréf, sem stjórnar-
ráðið eða valdsmenn gefa út, með 10 kr. p. Veitinga-
bréf fyrir embættum og sýslunum í þarfir rikisins:
l. ef árslaun eru undir 1000 kr., með 2 kr., 2. ef ársl.
eru frá 1000-2000 kr„ með 4 kr., 3. frá 2000—3000 kr.,
með 8 kr., 4. frá 3000—4000 kr„ með 12 kr„ frá 4000
kr. eða meira með 20 kr. q. Skírteini um embættis-
próf við háskólann með 20 kr. r. Löggiltar verzlunar-
bækur með 5. s. Erfðaskrár, skjöl um dánargjafir og
gjafarfa með 5 kr. t. Skoðunargerðir og virðingargerð-
ir, sem ekki eru um neina ákveðna fjárhæð með 2 kr.
u. Mælingabréf skipa frá 12—30 smál. með 1 kr„ frá
30—100 smál. með 2 kr., en stærri skipa með 5 kr. —
(64)