Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 38
bróðir hans, er síðar varð þekt skáld líka. Ivyntist
Gerhart þar einkum náttúruvísindum og heimspeki,
en ekki eirði hann þar lengi, og fór hann í ferðalag
til Spánar, Neapel, Capri, og Rómaborgar. Hann hafði
litla ánægju af ferðinni. Alstaðar varð honum star-
sýnt á eymdina; samúðin með aumingjum mannlífs-
ins var ríkust í brjósti hans. 1884 var hann aftur á
ítaliu og var þá nýtrúlofaður. Ætlaði hann þá áð
gerast myndhðggvari, en hætti við. Sneri hann sér
eftir þetta eingöngu að skáldskap og samdi sagna-
bálk »Promethidenlos« í anda »Childe Harold’s Pil-
grimage«. Er sagnabálkur þessi ekki mikilsvirði frá
lista sjónarmiði, en merkilegur að því leyti, að sögu-
hetjan Selin er lýsing á honum sjálfum. Er einkum
lýst eymdinni og volæðinu á ferðalagi Selins til
Spánar; örvílnar hann yfir eymdarástandi veraldar-
innar og varpar að lokum hörpu sinni í haflð, því
að heimurinn batnar lítið við fagran skáldskap.
Síðan semur hann »Bahnwárter Thiel«, smásögu, unz
leikritið »Vor Sonnenaufgang« gerir hann frægan og
um leið foringja hinnar nýju stefnu. Leikrit þetta
lýsir bændafjölskyldu í Slésíu, sem alt í einu verður
rík við það, að kolanámur finnast i landareigninni.
Fjölskylda þsssi er gereyðilögð af drykkjuskap og
versnar um allan helming, er auðæfln bætast við.
Bóndakonan er bæði heimsk og ruddaleg og á vin-
gott við tengdason sinn. Önnur dóttirin er vínhneigð
fram úr hófi og faðirinn er sífullur i brennivíni. Yngri
dóttirin ein Helena heflr verið alin upp í Herrnhuta-
skóla og er saklaus og hjartahrein innan um alla
spillinguna. Mágur hennar leitast við að ná ástum
henuar, jafnvel faðir hennar sjálfur lætur hana ekki
í friði, þegar hann er fullur. Inn á þetta heimili kem-
ur Loth kandidat, sem er á ferðalagi að kynnast hög-
um og háttum þjóðfélagsins; hann er hófsmaður,
reykir ekki og drekkur ekki; hann er liugsjónamað-
ur og kveðst ei geta orðið gæfumaður, ef heimurinn
(4)