Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 64
hers, en Joftre marskálkur hafði til þessa stýrt ölluro
Frakkaher. Hlaut nú Foch tignarnafnið maréchal de
France. Er þar skemst af að segja, að fyrir festu og
framsýni hins nýja marskálks fóru leikar svo, að
óvinaherinn vann æ rainna á og gafst upp að lokum,
í nóvembermánuöi það sama ár (1918). Voru þá liðin
48 ár frá óförunum minnisstæðu. ln memoriam:
Jn spem!
Ekki verður því með orðum lýst, og þvi siður töl-
um talið, hversu mikið afhroð Frakkar hafa goldið
i þessum hildarleik — í ástvinamissi og eigna, og fór
Foch marskálkur þar ekki varhluta, því að í önd-
verðum ófriðnum misti hann son sinn og tengdason,
er báðir voru herforingjar. En hitt var fyrir mestu,
að þessum snjalla hershöfðingja auðnaðist að leiða
þjóð sína til sigurs og að Frakkland naut þar slíks
afreksmanns, er mest lá við. Sannaðist hér hið forn-
kveðna:
»Og aftur heimtist Olífant —
En um það sögu þeirri fer:
Að nær sem Frakkar eiga ant
og auðnuvant,
þaö blæs af sjálfu sér«. (Gr. Þ.)
Páll Sveinsson.
Árbók íslands 1920.
n. Almenu tíðiudi.
Arferði. í janúar var tíðin mjög umhleypingasöro
og köld. Frá 9. til 20. febrúar var oftastnær stórhriö
með fannkyngi víðast um land, og um miðjan þann
mánuð frosthörkur, svo að nam nyrðra suma dagana
20— 26 st. á C. og 15—18 st. syðra. Síðan voru um-
hleypingar, ýmist rigningar, frost hörð eða fannkom-
ur miklar, þar til siðast í marz. Tóku þá heyfengir
(30)