Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Page 49
sumum, t. d. Recessional, MAndreuo’s Hymn o. fl. er
það skáldlegur hátignarblær.
Ekki er pó svo að skilja, að það sé alt gull, sem-
Kipling heflr látið frá sér fara. Þar skortir mikið á^
pvi sumt er pað ómerkilegt glamur og einskisverður
leir. Stundum eru yrkisefnin dægurmál, sem höfund-
inum tekst ekki að klæða í pann búning, er tryggf
þeim langlifi, og líklega er það ekki nema örlítill
hluti af verkum lians, sem hafl í sér anda ódauð-
leikans. Á ófriðarárunum reit hann allmikið unv
styrjaldarmál, og hefir höfundur pessarar greinar
fæst af pví lesið, en pað, sem hann hefir séð, hyggur
hann sízt að varpa muni neinum nýjum ljóma yfir
Kipling, þegar komandi kynslóðir fara að meta.
hann eftir verkunum, og má pó færa honum það til
málsbóta, að pjóð hans var þá í hættu stödd. Lik-
lega er pað líka sannast, að prátt fyrir fjölhæfnf
sína sé Kipling ekki mikilmenni. Mætti færa sitt a£
liverju pvi áliti til stuðnings, en hér skal að eins til-
færð ein kýmnisaga: Pað mun hafa verið á önd-
verðu ári 1919, að Lundúnablaðinu Times barst tiL
birtingar kvæði með undirskrift Kiplings, en hana.
pekkja vitanlega allir enskir blaðamenn. Var ekki
beðið boðanna með að birta kvæðið í blaðinu. En.
pá kom pað upp úr dúrnum, að Kipling var alls ekki
höfundurinn, heldur var petta snjöll skopstæling á>
skáldskap hans — eins og hann er stundum. Kvæðiö>
var ekki annað en fáránlegasta samsafn af glamur-
yrðum, enda pótt ritstjórar Times, sem alment ei-
ekki brugðið við fyrir skarpleika, hafi sennilega ekki
tekið eftir því. Við þessum glettum brást Kipling.
fokvondur, skrifaði blaðinu lieiftúðugt bréf og Iét
pað biðja afsökunar. Pó að vandkvæði séu á pví að'
fara i mannjöfnuð, mun pó nokkurnveginn óhætt a&
fullyrða, að öðruvisi mundi Matthías Jochumssoi*
hafa snúist við meinlítilli brellu sem pessari.
Kipling valdi úr ljóðum sinum 20 kvæði, er út
05)