Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 113
skeyti. Geta menn sjálfir ráðið hversu mikið er greitt
fyrir fram, en þó er minsta gjald kr. 1,10 innanlands
og 80 aurar til útlanda.
Kviltanir kosta 5 aura ef gefnar eru á laus blöð.
Símskeyti til útlanda.
(Gjald fyrir hvert orð, ásamt stofngjaldi.)
Færeyjar 25 au., stofngjald 10 au. Danmörk 45 au.,
stofngjald 45 au. England 45 au., stofngjald 45 au.
Noregur 55 au., stofngjald 45 au. Svíþjóð 70 au.,
stofngjald 65 au. Austurríki 70 au., stofngjald 65 au.
Pólland 70 au., stofngjald 65 au. Czekko-Slovakia 70
au., stofngjald 65 au. Finnland 75 au., stofngjald 55
au. Frakkland 60 au., stofngjald 40 au. Pýzkaland 65
au., stofngjald 20 au. Holland 60 au., stofngjald 20 au.
Belgia 55 au., stofngjald 65 au. Sviss 65 au., stofngjald
30 au. Sþánn 70 au., stofngjald 5 au. Ítalía 70 au.,
stofngjald 5 au. Portugal 75 au. Gibrallar 75 au. Ung-
verjaland 80 au., stofngjald 30 au. Rúmenía 80 au.,
stofngjald 30 au. — lllinois 230 au. Manitoba 260 au.
Massachusetts 200 au. New-York 200 au. Pensylvania
220 au.
Haf og land.
Yfirborð hafanna á jörðinni er rúmar 365,5 miljónir
ferkilometrar, en yfirborð þurlendisins 144,5 milj.
ferkilom. Hlutfallið er þá hér um 2,54 : 1.
Mesta hafdýpið er 9788 m., en hæsti fjallstindur
8840 m. Meiri er munur á meðalhæð og dýpt, þar
sem meðaldýpt hafsins er rúm 3500 m., en meðal-
hæð landanna um 700 m.
Að teningsmáli eru höfin alls 1263 milj. ten.kilom.,
en löndin yfir sjávarfleti rúmir 100 milj. ten.kilom.; er
hlutfallið hér því 12,6 : 1.
(79)