Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 48
með mági sínum Wolcot Balestier. Siðan 1996 hefir
hann að staðaldri átt heima á Englandi.
Budyard Kipling hlaut bókmentaverðlaun Nobels
1907, og má af pví ráða, að eitthvað hafi þótt til
hans koma sem rithöfundar. Pað er líka sannast, að
þótt eigi væri fyrir annað en frjósemi hans og fjöl-
hæfni, þá væru þessir kostir sameinaðir ærin af-
sökun á því, að skipa honum í fremstu röð rithöf-
unda, jafnvel þótt hann skaraði á engu sviði fram
úr, eins og hann þó hefir gert a. m. k. í hermanna-
og dýrasögum sínum. Síðan hann var 21 árs gamall
mun ekki hafa liðið það ár, að eigi hafi birzt eftir
hann ein bók eða fleiri. Væri gagnslaust að þylja
hér upp nafnaskrá allra þeirra rita, og mundi senni-
lega eigi heldur takast að gera hana svo úr garði,
að hún yrði fullkomin. Hann hefir skrifað um ólík-
ustu efni og lagt undir sig víðan völl, alt frá dýrum
og börnum til andlega spiltra viðrinisgripa hærri
stéttanna í stórborgunum, og frá lifnaðarháttum inn-
lendra þjóðflokka á Indlandi til þess er fram fer í
öreigahverfum Lundúnaborgar. Hann hefir feikna
vald yfir stílnum, og sem ljóðskáld er hann talinn
meðal mestu hagyrðinga, þeirra er á enska tungu
mæla. Pó er meira um vert fjölbreytnina í meðferð-
inni en mergð viðfangsefnanna. Pað er margskonar
andi, margsháttar eiginleikar og margbreytt útsýn,
sem fyrir manni verður í ritum Kiplings. I Plain
Tales from the Hills og Departmental Dillies (1886) er
það léttúðug, kærulaus allsherjarfyrirlitning; i Sol-
diers Three og Barrack-room Ballads (1892) er það
óhvikul raunsæisstefna; í Wee Willie Winkie eru það
töfraheimar mannlegra tilfinninga; í The Phantom
Rickshaw er það ófjötrað hugarflug; í Mantj Inven-
tions (1893), Captains Conrageoas (1897) og Kim (1901)
er það skörp athygli; í 'lhe Jungle Book (1894 og
1895) er það hárfín ímyndunargáfa, og í kvæðunum
(14)