Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 51
urstöðu, að líf hvers einstaklings orsakaðist af tvennu,
af erfðalögmálinu, lundarfarí og tilhneigingum þeim,
er hver maður þægí i arf frá foreldrum sínum og
forfeðrum, og umhverfinu, aðstæðum þeim, er hver
maður ætti að búa við (uppeldi, landslagi, loftslagi
o. fl.). En ekki leið á löngu unz raddir heyrðust, er
voru óánægðar með listagildi raunhyggjunnar. Þeirra
á meðal voru þýzka skáldið Richard Dehmel og
Huysmans á Frakklandi, Verlaine, Rimbaud, Maupas-
sant o. fl. Peir komust að þeirri niðurstöðu, að raun-
hyggjuskáldunum skjátlaðist í raun og veru, er þeir
héldu, að hægt væri að skýra allar athafnir manna
af holdsins fýstum eða hvötum manna. Raunhyggju-
skáldin tækju ekkert tillit til hins yfirnáttúrlega og
skeyttu ekkert um leyndardóma lifsins, er alstaðar
yrði vart við. Sálarlíf manna og dýpstu hræringar
þess væru i raun og veru aðalatriðið og ómögulegt
væri að skýra það og skilja í samræmi við erfða-
lögmál og umhverfi. Forvitni listarinnar byrjaði í
raun og veru þar sem skilningarvitunum slepti. Sálin
sé í raun og veru skapandi, ráðandi athöfnum manna.
Pessar breyttu skoðanir komu greinilegast í Ijós í
sögu Huysmans »Lá-bas«. Eftir þetta fer að bera á
stefnubreytingu í skáldskap og listum víðsvegar í
Evrópu. Skáldin þráðu að komast út yfir skilningar-
vitasvæðið og yfir í hið óendanlega; menn fóru að
gefa nánar gaum að öllu óvanalegu, öllu yfirnáttúr-
legu. Trúin sjálf fékk aftur mátt sinn og dulspekin
vald yfir mönnum. Kom þetta m. a. í ljós hjá Ibsen
i »Rosmersholm«, »Fruen fra Havet« o. fl. leikritum
hans. Strindberg og Arne Garborg sneru sér báðir
að trúmálum. Og listamenn þeir, er mest bar á í
Evrópu, leituðu að kanna sjálfir undirdjúp sálarlífs-
ins. Einn af þessum mönnum var franska ljóðskáld-
ið Verlaine, er ort hefir yndislegustu og viðkvæmustu
náttúruljóð, er Frakkar eiga. Sjálfur var hann drykkju-
•slarkari líkt og félagi hans Artur Rimbaud (1854—92)
(17) 2