Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Qupperneq 46
skrefi framar en í »Himnaför Hönnu«, að par voru
allir atburðir peir, er sýndir voru, að eins draum-
órar, hugarsýnir Hönnu einnar, en æfintýraheimur-
inn i »Sokknu klukkunni* á ef til vill að sýna, að'
athafnir og eðli manna verður ekki skýrt eingöngu
af umhverfi þvi, er við sjáum. Einhver óijós prá
vakir í brjósti Heinrichs og segir hann um sjálfan
sig, að hann sé útborið barn sólarinnar, er prái að
komast heim. í leik þessum sýnir Hauptmann Nickel-
mann, nokkurs konar vatnsanda, er kemur upp úr
vatninu, og er hann sér dropa úr augum Rauten-
deleins á brunnbarminum, verður honum að orðir
»Petta er fagur gimsteinn.
Lítt’ inn i hann. Alt lán, öll manna mein,
pú Ijóma sér í pessum fagra stein’.
Hann nefnist tár —«.
Hauptmann hefir samið fjölda rita auk þeirra, er nú
hefir verið á minst: »Fuhrmann Henschel«, »Schluck
und Jau«, »Michael Kramer«, »Der rote Hahn«, »Der
arme Heinrich«, »Rose Bernd«, »Und Pippa tanzt«,
»Kaiser Karls Geisel«, »Griselda«, »Emmanuel Quint«,
»Atlantis«, »Der Bogen des Odysseus«, »Winterballade«
(1916) o. fl.
Hauptmann hefir orðið fyrir víðtækum áhrifum af
Ibsen, Zola og Tolstoj auk annara. En hann hefir
kunnað að vinna úr aðfengnu og heimaunnu efni.
Hann er borinn og barnfaeddur í Slésiu og hefir
búið par lengst af á búgarði sinum Wiesenstein i
Risafjöllum. Hann hefir lýst ítarlegar lífi Slésiu en
nokkurt annað pýzkt skáld, lífi bænda og verka
manna í »Fyrir sólarupprás«, Vefurunum« o. fl., lifi
listamanna, opnað æfintýraheim pjóðsagnanna og
farið i krók og kima mannlegs lífs, ýmist uppi i
fjallabygðum eða í borgunum. í leikritalist hefir hann
einkum fetað í fótspor Kleists og Hebbels, í frásögu-
stíl er hann svipaður Otto Ludwig. Hann er talinn
stærsta skáld Pjóðverja, er peir hafa eignast eftir
(12)