Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Side 109
gjald undir 25 kr. eða minni upphæð 15 au., yfir 25
kr. alt að 100 kr. 30 au. og 15 au. fyrir hverjar 100
kr. eða minni upphæð, af pví sem þar er fram yfir er.
Til annara landa: Hæs'a uppliæð póstávisana er
venjulegast 720 kr., til landa annara en Danmerkur
og Færeyja. — Burðargjald er sem hér segir: Undir
50 kr. eða minni upphæð 50 au., yfir 50 kr. alt að
100 kr. 1 kr. og svo 50 au. fyrir hverjar 100 kr. eða
þar undir af pví sem er umfram fyrstu 100 kr. —
Símaávísanir má senda til flestra landa í Evrópu.
Póslkröfur. Til innlendra póststöðva: Hver
póstkrafa má ekki vera hærri en 1000 kr. Burðargjald
undir póstkröfur er hið sama og undir póstávísanir
að viðbættum 20 au. fyrir hverja sendingu; auk pess
skal greiða venjulegt burðargjald undir póstkröfu-
sendingar. Burðargjaldið skal límt á póstkröfueyðu-
blaðið í frimerkjum, ef engin sending fylgir, annars
á sendinguna eftir venjulegum reglum. — Póstkröfu
má leggja á allar póstsendingar innanlands, nema
blöð og tímarit, sem send eru án frímerkja.
Stimpilgjald og vörutollur. Stimpilgjaldið, er 15°/o af
allskonar leikföngum og allskonar munum, sem ein-
göngu eru ætlaðir til skrauts, en l°/o af öðrum vör-
um. — Nefnt gjald eiga póstmenn að innheimta af
vörum, sem koma í pósti; þó ber eigi að heimta
neitt gjald af dagblöðum, peningum eða bankaseðlum
né neinu, sem sent er í bréfum, krossbandssending-
um eða verðbréfum. — Gjaldið á að taka eftir fjár-
hæð póstkröfu, ef póstmaður álítur, að hún svari til
innihaldsins, annars eftir reikningum yfir innkaups-
verðið eða drengskaparvottorði um pað. — Gjaldið
af hverri sendingu skal jafnan deilanlegt með 5 og
færist því niður um 1, 2, 3 eða 4 au. ef pað stendur
eigi á 5 eða 10 au. — Vörugjald. Eftir lögum nr.
33, 28. nóv. 1919 skal taka 90 au. í vörugjald fyrir
hvern póstböggul, sem kemur til landsins, nema að
böggullinn hafi að innihaldi prentaðar bækur og blöð.