Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 47
'tniðja 19. öld. Auk Nóbelverðlaunanna hefir hann
hlotið Grillparzerverðlaun og verið sýndur margs-
konar sómi.
Alexander Jóhannesson.
Rudyard Kiplinp
■er fæddur 30. des. 1865 í borginni Bombay á Ind-
landi, par sem faðir hans var embættismaður ensku
stjórnarinnar. Borg pessi stendur á samnefndri ej7ju
í Arabíuhafi, og það var þannig »Indlands dýrð og
suðurhöf«, er Kipling sá umhverfis sig í barnæsku.
Pótt eigi skorti mentastofnanir í Bombay, var hann
þó þegar á unga aldri sendur heim til Englands til
þess að mentast, og látinn ganga þar í nýstofnaðan
skóla í baðstöðvarþorpinu Westvard Ho í Devon-
shire suður við Ermarsund. Er því héraði við brugðið
fj'rir margbréytilega náttúrufegurð. Æfi sinni þarna
í skólanum hefir Kipling lýst í sögunni Stalky Co.
(1899). Það er hann sjálfur, sem þar gengur undir
nafninu »Beetle«. Seytján ára hafði hann lokið skóla-
námi, og sneri þá aftur til Indlands (Lahore) sem
aðstoðarritstjóri við blaðið Civil and Military Ga-
zetle. Dvaldi hann nú í samfleytt sjö ár á Indlandi
og ritaði þá meðal annars í þarlend blöð sögur
þær, er safnað var saman og gefnar út i bókarformi
1887 undir nafninu Plain Tales from the Hills. Áriö
1889 tók hann sig upp frá Indlandi og ferðaðist um
Kína og Japan, en hélt siðan til Englands og settist
þar að. Nokkru síöar (1891) birtist hin fj'rsta af hin-
um lengri og merkari sögum hans, The Liglit, thal
Pailed. Meginið af næstu sex árum var hann á ferða-
lagi og fór þá einkum um Ameriku, Suður-Afriku og
Ástralíu. Hann giftist árið 1892, og árið eftir kom út
•sagan The Naulahka, er hann hafði ritað í félagi
(13)