Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 39
verði ei um leið betri. Helenu finst hann vera frels-
andi engill, sendur af guði sér til bjargar, og takast
ástir á milli peirra, en er læknirinn segir Loth frá,
að fjölskyldan sé gereyðilögð af víndrykkju, hverfur
hann á brott án pess að kveðja Helenu. Helena fyrir-
fer sér síðan. Loth er nokkurskonar sambland af
persónum Tolstojs oglbsens; hann prédikar bindindi
með hagskýrslum; hann virðist vilja vera heill og
óskiftur í lífsstarfi sínu, uokkurskonar Brandur,
en er lítið annað en orðagjálfur og hverfur á brott,
er á karlmensku hans og hugsjónir reynir.
Afskaplegur gauragangur var í leikhúsinu, er leik-
rit petta var sýnt í fyrsta sinni. í einum pætti var
kallað á ljósmóður á leiksviðinu og henti pá kunnur
læknir einn fæðingartöng upp á leiksviðið. Áhrifin
voru afskapleg; aldrei hafði veruleiki lífsins verið
sýndur eins átakanlega á pýzkum leiksviðum eins og
í petta sinn; ofdrykkjan og spillingin, eymd og vol-
æði' lægri stéttanna varð mörgum ljósara en áður.
Leikrit petta líktist að mörgu leyti »VaIdi myrkr-
anna« eftir Tolstoj og var að sömu leyti sniðið
eftir pví.
Dómarnir um petta leikrit voru raunar misjafnir,
en eftir petta hélt raunhyggjan (naturalismus) innreið
sína á »Freie Búhne«. Hauptmann hélt nú áfram á
braut raunhyggjunnar og skóp næstu verk sín »Frie-
densfest« (Jólahátíðin, 189é) og »Einsame Menschen«
(Einmana manneskjur, 1891). I íyrra ritinu lýsir hann
læknisfjölskyldu: faðirinn lærður og gáíaður læknir,
er eignast heimska og honum frásneidda konu; börn-
in fá lélegt uppeldi, en faðirinn gerist drykkfeldur
og hverfur burt af heimilinu eitt sinn, er sonur hans
hafði lagt hönd á hann; orsökin var sú, að faðirinn
hafði eitt sinn frammi fyrir heimilisfólkinu og pað
að ósekju ásakað konu sina um ótrúmensku. Pessi
sonur hans Wilhelm fer nú einnig burt og eftir 6 ára
burtveru kemur hann heim um jólaleytið ásamt unn-
(5)