Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 133
klukkutíma og skifta um vatn nokkurum sinnum eöa
láta það renna á honum. Og þegar þapþirinn er tek-
inn upp úr, er bezt að leggja hann í eitthvað sem
drekkur í sig vætuna, t. d. þerripappír eða gljúpan
prentpappir.
Pannig má hreinsa hvað eina sem prentað er, t. d.
myndir, og er engin hætta á að prentsvertan dofni.
En handrit má ekki þvo þannig, því að blekið hverfur
alveg. A. Á.
Refa-eldi.
Á síðastliðnum ;sjö til átta árum heflr refa-eldi
aukizt til mikilla muna í Kanada og er orðið arð-
vænleg atvinnugrein. í öllu landinu eru nú fleiri en
400 bú, þar sem refa-eldi er stundað eingöngu, eða
því sem næst. Á sumum stöðum eru og önnur villi-
dýr alin vegna loöskinnanna.
Fyrir fjörutiu árum var farið að ala villidýr í girð-
ingum norðaustan til á Prince Edward eyju, en lítið
kvað að þeirri atvinnugrein þangað til árið 1914, en
það ár lét stjórnin rannsaka málið og birti skýrslu
um sögu þeirra tilrauna, sem gerðar hölðu verið, og
lagði ráð á, hvernig haga mætti þessum nýmóðins
búskap.
Pá brá svo við, að margir tóku að stunda refa-eldi,
víðs vegar um landið og nýbirtar skýrslur bera með
sér, >ð lönd og hús slikra eldis-stöðva eru metin á
hér um bil 4 miljónir króna, en dýrin sjálf eru talin
13 miljóna króna virði.
Einstakir menn eða sameignarfélög eiga þrjá fjórðu
þessara jarða, en einn fjórða eiga hlutafélög.
Á fyrstu búskaparárunum varð gróðinn 1000 af
hundraði! Nú er gróðinn að vísu ekki svo afskap-
legur, en vís gróði og góður er á hverju ári.
Fyrir tveimur árum vóru 430 eldisstöðvar í Ka-
(89)