Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 91
Um miðjan þennan mánuð druknaði maður við
hafnargarðinn í Rvík.
Okt. 2. Hvolfdi við Hjallaeyjar á Hvammsfirði smábáti
frá Staðarfelli með þremur karlmönnum og einum
kvenmanni er öll druknuðu: Pau voru Gestur gagn-
fræðingur (f. ,e/7 1889) einkasonur Magnúsar bónda
á Staðarfelli Friðrikssonar, fóstursonur Magnúsar
Magnús Zóphónías Guðfinnsson búfræðingur (f.
®/s 1898), Porleifur Guðmundsson og Sigríður Guð-
brandsdóttir. Góðviðri var er báturinn fórst.
— 6. Datt gamall maður út af bryggju á Siglufirði og
druknaði.
— 24. Brann á Neðribæ í Flatey á Skjálfanda og þar
inni kona um áttrætt, Borgerður Bjarnadóttir.
Annað fólk bjargaðist með naumindum. Brann
þar timburhús með öllu sem i var, fjóshlaða, eldi-
viðarkofi og eldhús, en bærinn bjargaðist og það
sem í honum var. Einnig tókst að kæfa eldinn í
hlöðunni áður en alt hey var brunnið.
Seint í október fórst enskur botnvörpungur,
Marj' A. Johnson, við Geirfuglasker, vestur af
Reykjanesi. Austanstormur var og sjógangur mikiil.
Enskur botnvörpungur, Dunna Nook, bjargaði
skipshötninni á fjórða degi frá þvi er strandið
varð, þar sem þeir voru að hrekjast í skipsbátn-
um, og kom raeð þá mjög þjakaða tif Rvíkur 3.
nóvember.
Nóv. 12. Brann í Borgarnesi ibúðarhús Jóns kaupmanns
þar Björnssonar frá Svarfhóli. I því bjó og bróð-
ir Jóns, Guðmundur sýslumaður, og var þar skrif-
stofa hans sem og póstafgreiðsla. Hlaust bruni
þessi af því að steinoliuofn valt um í eldhúsinu
og rann olían út um gólfið, svo alt fór skyndilega
í bál. Manntjón varð ekki. Litlu varð bjargað;
megnið af bókum og skjöfum sýslunnar brann og
póstsendingar frá Vestur- og Norðurlandi sem suð-
ur áttu að fara, brunnu einnig nær allar og sömu-
(57)