Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 136
auövitað af þvi, að vatnið myndi renna inn í munn-
inn á þeim, ef þeir ætluðu að fara að tala«.
Þrír kaupmenn höfðu verzlanir sínar í sömu götu.
Einn þeirra auglýsti: wPessi verzlun selur ódýrast í
bænum«. Annar auglýsti: »Pessi verzlun selur ódýr-
ast á landinu«.
Sá þriðji auglýsti að eins: »Pettaer verzlunin, sem
selur ódýrast í þessari götu«.
Dómarinn: »Hafið þér ekki verið ekkja mjög lengi?«
Vitnið: »Jú-ú, siðan maðurinn minn sálugi dó«.
Konan: »Eg held, að þú hafi ekki gert eitt einasta
góðverk á æfinni«.
Maðurinn: »Jú, þegar eg bjargaði þér frá að verða
piparmey«.
Konan: »Pú ert langtum betri við mállaus dýr, en
■við konuna þína«.
Maðurinn: Reyndu að þegja, þá skaltu sjá, hvað eg
verð góður við þig«.
Hún: »Nei, herra Holm, eg get ekki orðið konan
yðar, en«....
Hann: »í guðanna bænum farið ekki að segja, að
þér viljið vera eins og systir við mig«.
Hún: »Pað ætlaði eg ekki heldur að segja, en fyrir
klukkustund trúlofaðist, eg föður yðar og gleðst
af því að geta verið móðir yðar«.
Frúin: »Hvernig stendur á þvi, Lára, að á hverju
kvöldi sé eg hermann frammi í eldhúsi hjá þér«.
Vinnukonan: »Pað get eg ekki skilið, því að eini
vegurinn til að hafa séð hann, er að hafa horft í
gegnum skráargatið, og eg býst við, að frúin hafi ekki
gert það«.
(92)