Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1922, Blaðsíða 58
á tjörninni veröa hræddir, varðhundurinn skríður
inn í kofann, menn heyra, að verið er að dengja
ljái; dyr eru opnaðar, einhver kemur inn og pó-
er það'enginn; það slokknar á lampanum. Öldungur-
inn heyrir að verið er að tala í hálfum hljóðum og
honum flnst einhver sitja við borðíð. Pá slær klukk-
an 12, einhver stendur upp, dimm fótatök og hröð
heyrast í herbergi móðurinnar. Síöan dauðaþögn.
Pá kemur hjúkrunarkonan þögul og tilkynnir, að
móðirin sé dáin. Blindi maðurinn situr einn eftir.
í »Blindingjunum« sitja 6 blindir öldungar úti í
gömlum skógi úti við hafið á steinum, trjábolum og
visnum blöðum; himininn er alstirndur. Gagnvart
þeim sitja á trjástofni, er fallinn er niður, og á klett-
um sex blindar konur. fau bíða þarna öll þungbúin
og hreyfa sig ekki. Sorgarviðir og kypressur, er venju-
lega standa á dauðra manna gröfum, hylja alla þessæ
menn með skugga sínum. Stór dánarblóm (asfodelar)
blómgast og dafna — á nóttunni. Blindingjarnir
eru hræddir og hrollur fer um þá, því að leiðsögu-
maður þeirra, gamli presturinn, er leitt hefir þá út
í dag eins og aðra daga, er ekki enn kominn. Einn
þeirra finnur tunglskin á hendi sinni, annar heyrir
stjörnurnar. Klukkan slær 12. Er það hádegi eða
miðnætti? Hver veit það? Pað er eins og þeir séu
•að fálma sig áfram með orðum. Hver þekkir annan?
Farfuglar garga. Blöðin heyrast falla. Ung, blind
stúlka fljettar dánarblóm í hár sitt. Hundurinní frá
hælinu kemur og dregur einn blinda manninn örfá
skref með sér að holu eikartré; þar liggur prestur-
inn dauður og hefir legið þar i nokkra tíma, fölur
sem vax, með fjólubláar varirnar lítið eitt opnaðar,
augun þögul og starandi, blóðstokkin af óendanleg-
um sársauka og mæna yfir í eilífðina. Hvernig
eiga blindingjarnir aö komastheim? Hundurinn er
kyr hjá prestinum. Pá heyrast fótatök, snjóflyksur
falla til jarðar. Blindingjarnir fálma sig áfram í átt-
(21)