Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 2

Freyr - 01.04.1949, Page 2
Fyrirmæli um litamerkingar á sauð/é 1949, vegna sauðfjár- sjúkdómanna, sett samkvæmt lögum nr. 44 frá 9. maí 1947 Allt sauðfé og geitfé á eftirtöldum svæðum skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, sem hér segir: 1. gr. í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu skal merkja féð með rauðum lit á hægra horn, nema á bæjum þar sem mæðiveiki hefir orðið vart, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 2. gr. í Fljótshlíð skal merkja með bláum lit á hægra horn, svo og á bæjum þeim í Rangárvallahreppi þar sem grunur eða vissa er um garnaveiki. 3. gr. Á svæðinu milli Ytri-Rangár og Þjórsár skal merkja með rauðum lit á hægra horn, nema þar sem vitað er um mæðiveiki eða garnaveiki, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. Þó skal sama litarmerking gilda inn- an girðingahólfanna frá 1941 og í Hvammi á Landi, sem notuð hefir verið undanfarin ár. 4. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár, ofan Skeiðagirðingar, skal allt féð á bæjum þar sem garnaveiki hefir orðið vart, merkt með bláum lit á bæði horn, en fé á öðrum bæjum á þessu svæði, skal vera ómerkt. 5. gr. í Flóa skal merkja allt féð með hvítum lit á bæði horn, nema á bæj- um, þar sem garnaveiki hefir orðið vart, skal merkja með bláum lit á bæði horn. Féð í Egilsstaða- og Egilsstaðakotshólfinu skal merkja með hvítum lit á vinstra horn. 6. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á bæði horn, nema þar sem garnaveiki hefir orðið vart skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 7. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þingvallavatns og þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 8- Sr- í Árnessýslu vestan Ölfusár, Sogs, Þingvallavatns og þjóðgarðsins, skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.