Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 3

Freyr - 01.04.1949, Page 3
9. gr. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, norðan Reykjanesgirðingar, skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 10. gr. í Reykjavík skal merkja féð með bláum lit á bæði horn. 11. gr. Féð í einangrunarhólfunum á Keldum, skai merkja með rauðum lit á bæði horn. 12. gr. Á Vestfjörðum, norðan girðingarinnar úr Þorskafirði i Steingríms- fjörð, vestur að girðingunni úr Kollafirði í ísafjörð og norður að Kalda- lóni og Þaralátursfirði, skal merkja með rauðum lit á bæði horn, nema fé í hólfinu austan girðingarinnar úr Reykjarfirði í Ófeigsfjörð, er skal merkja með hvítum lit á bæði horn. 13. gr. Á Reykjanesi í Reykhólahreppi, sunnan girðingarinnar úr Þorska- firði í Berufjörð, skal merkja með krómgulum lit á bæði horn, en á bæj- unum Skógum og Kinnarstöðum skal merkja með krómgulum lit á hægra horn. 14. gr. Á svæðinu frá Bitrugirðingu til Hvammsfjarðargirðingar, skal merkja féð með hvítum lit á bæði horn. 15. gr. Á bæjum þeim í Haukadalshreppi, sem eru norðan Haukadalsár, og á bæjunum Þorbergsstöðum og Lækjarskógi í Laxárdal skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn. 16. gr. Á svæðinu frá Hvammsfjarðargirðingu og austur að Miðfjarðargirð- ingu skal merkja með krómgulum lit á bæði horn. 17. gr. Á svæðinu frá Miðfjarðargirðingu að Blöndu skal merkja með bláum lit á bæði horn. 18. gr. Á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna skal merkja féð þannig: a) Norðan Vatnsskarðsgirðingar, með rauðum lit á bæði horn. b) Sunnan Vatnsskarðsgirðingar, með hvítum lit á bæði horn. 19. gr. Á svæðinu milli Héraðsvatna og Eyjafjarðargirðinga norður að Siglu- fjarðargirðingu, skal merkja féð á bæjum, þar sem vitað er um þurra- mæði eða garnaveiki, eða sérstakur grunur um sýkingu, með krómgulum lit á bæði horn. Annað fé á svæðinu skal merkja með krómgulum lit á hægra horn.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.