Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 7

Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 7
FREYR 105 reikningaskrifstofunnar hafa verið skor- in við nögl. í lögum um Framleiðsluráð landbúnað- arins o. fl. er gert ráð fyrir, að safnað sé árlega skýrslum um framleiðslu landbún- aðarins og iðnað úr landbúnaðarvörum og séu skýrslurnar gefnar út árlega. Hefir Framleiðsluráðið þegar gert ráðstafanir til þess, að þessum skýrslum verði safnað. Slík skýrslusöfnun, sem þessi, getur haft mikla þýðingu fyrir landbúnaðinn. Ættu þær að vera góðar heimildir um þann þátt, sem landbúnaðurinn á í þjóðarbú- skapnum. ★ Síðastliðið haust skrifaði stjórn sam- bandsins til utanríkisráðuneytisins og bað það að útvega upplýsingar frá Norðurlönd- um, Svíþjóð, Noregi og Danmörku, svo og frá Englandi, um verðlag á landbúnaðar- vörum, hvernig verðákvörðunum væri háttað, og launakjör verkafólks almennt, stuðning viðkomandi ríkis við landbúnað- inn, o. fl. Utanríkisráðuneytið skrifaði til íslenzku sendiráðanna í viðkomandi löndum. Hafa þau útvegað þessar umbeðnu upplýsingar og hafa nú borizt svör frá öllum þessum löndum. Verður nú unnið úr þeim og þær upplýsingar, sem felast í svörunum, birtar hér 1 blaðinu og ef til vill í útvarpserindi. Þá hefir stjórnin skrifað stéttarfélögum bænda, Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Englands og beðið þau um ýmsar upplýs- ingar viðkomandi starfi þeirra, þ. e. um skipulag og starfshætti, samþykktir, fjár- mál, það er: hvernig félögin afla tekna o. fl. Svör eru þegar farin að berast, t. d. eru miklar upplýsingar komnar frá Svi- þjóð og Danmörku. Ýmsar gagnlegar upp- lýsingar fást vafalaust um starfshætti stéttarbræðra okkar í þessum nágranna- löndum og verða þær birtar í Félagstið- indum Freys eða á annan hátt. Alþjóðasamband bænda var stofnað í London 1946. Hefir sambandið haldið þrjá fundi, 1946, 1947 og 1948. Á öllum fund- unum hafa mætt fulltrúar frá íslandi. Sendi Búnaðarfélag íslands tvo fyrstu fulltrúana, þá Hauk Jörundsson, kenn- ara á Hvanneyri 1946 og Ásgeir Bjarna- son bónda á Reykjum, 1947. Stéttarsam- band bænda sendi þriðja fulltrúann, Pál Pálsson dýralækni, 1948. Hefir Páll skrif- að um alþjóðasamtökin í Félagstíðindi Freys nr. 13—14, i júli 1948, og vísast hér til þess. Stjórn sambandsins hefir heimild frá síðasta aðalfundi til þess ,að ganga i al- þjóðasambandið. Er það nú í athugun en ekki fullráðið ennþá. Til tals hefir komið, að stofna sérstakt samband stéttarfélaga bænda á Norðurlöndum. Það er gott til þess að vita, að bændur um allan heim eru að bindast samtökum um þau mál, sem snerta þá sérstaklega. Bændastéttir ýmissa landa hafa löngum búið við erfið kjör og oft og tíðum beina undirokun. Vel skipulagður stéttafélagsskapur bænda ætti að geta opnað augu annarra stétta og ríkisvaldsins fyrir þýðingu bændastétt- arinnar og fyrir nauðsyn á framleiðslu búvara á hverjum tíma. ★ Stjórn sambandsins hefir skrifað öllum formönnum hreppabúnaðarfélaganna og óskað eftir, að á aðalfundum félaganna i vetur verði tekinn til umræðu sérstakur hátíðisdagur bænda eða sveitafólks — Bændadagur — (sjá grein Jóns Sigurðs- sonar, Félagstíðindi Freys, 13.—14. tölubl.,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.