Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 10

Freyr - 01.04.1949, Page 10
108 FREYR alfundi skal kjósa 2 endurskoðendur og einn til vara. Kosningar þessar gilda til tveggja ára og skal hlutfallskosning við- höfð, ef óskir koma fram um það frá fulltrúa á fundinum. Að öðru leyti ræður afl atkvæða úrslitum á aðalfundi, saman- ber þó 26. grein. Störf stjórnarinnar. 8. gr. Stjórnin kýs úr sínum hópi formann stjórnar Stéttarsambandsins og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórnin fer með mál Stéttarsambandsins milli aðal- funda og ber ábyrgð á, að ályktunum að- alfundar sé fylgt. Eru ákvarðanir hennar bindandi fyrir bændastétt landsins í þeim málum, er um ræðir í 2. gr. Heimilt er stjórninni að ráða sér framkvæmdastjóra til daglegra starfa fyrir sambandið. 9. gr. Auk þeirra 5 manna, sem aðalfundur kýs í framleiðsluráð, skipar stjórnin 4 menn í ráðið samkv. tilnefningu sölufélaga bænda, samanber 1. gr. laga um fremleiðsluráð iandbúnaðarins. Ennfremur tilnefnir stjórnin 3 menn til þess, að finna verðlags- grundvöll samkvæmt II. kafla laga um framleiðsluráð, meðan sú skipan, er þar ræðir um, hefir lagagildi. 10. gr. Stjórnin skal leggja fyrir aðalfund: 3. Skýrslu um störf Stéttarsambandsins á síðastliðnu starfsári. 2. Reikninga sambandsins, endurskoðaða. 3. Tillögur um starfsemi sambandsins, framvegis. 4. Áætlun um tekjur og gjöld sambandsins fyrir komandi reikningsár. 5. Önnur mál, þar á meðal tillögur og er- indi frá kjörmannafundum sambands- ins, er stjórninni þykir ástæða til að leggja fyrir aðalfund. 11. gr. Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft, sem þörf krefur. í forföllum einhvers stjórnar- nefndarmanns er skylt að kveðja vara- mann hans til að taka sæti í stjórninni. Stjórnin heldur gjörðabók, er hún undir- ritar við hver fundarlok. Um einstök aðriði framkvæmda, er stjórninni heimilt, ef þurfa þykir, að semja reglugerðir, er hljóta fullnaðarafgreiðslu á aðalfundi. Fjárreiður Stéttarsambandsins. 12. gr. Auk þess fjár, sem Stéttarsambandinu er fengið í hendur, samkvæmt lögum um Búnaðarmálasjóð og er framlag bænda, er og heimilt, að með einfaldri fundarsam- þykkt á aðalfundi, að leggja á sérstakt stéttarfélagsgj ald. 13. gr. Gjaldkeri sambandsins tekur á móti hluta Stéttarsambandsins úr Búnaðar- málasjóði af þeim, er innheimtu annast fyrir sjóðinn. Gjaldkeri skal færa reikn- inga sambandsins og annast allar greiðsl- ur eftir þeim reglum, er stjórnin setur. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Verðlagning landbúnaðarafurða og sölustöðvun. 14. gr. Framleiðsluráð landbúnaðarins er skip- að af Stéttarsambandi bænda. Fram- leiðsluráð ákveður verðlag á landbúnaðar- vörum á innlendum markaði. Óheimilt er að selja vörur undir því verðlagi. Stjórn Stéttarsambandsins hefir eftirlit með, að jandbúnaðarvörur séu ekki seldar undir því verði, er framleiðsluráð hefir ákveðið. Stjórnum búnaðarfélaganna ber að fylgj- ast með þessu og tilkynna það stjórn Stétt- arsambandsins. Einnig getur stjórnin val- ið til þess sérstaka menn, þar sem henni þykir ástæða til. 15. gr. Nú fær stjórn Stéttarsambandsins sann- anir fyrir því, að framleiðandi eða verzlun selur landbúnaðarvörur undir því verði, er framleiðsluráð hefir ákveðið og birt al- menningi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.