Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 15

Freyr - 01.04.1949, Page 15
FREYR 113 iiema á bæjum, þar sem mikil sýking hefir veriö í fj árstofninum svo árum skiptir. Ef litið er á, hve mikill samgangur er víða á bæjum milli sjúka fjárins og kálfa og vetrunga, en það eru þeir nautgripir, sem minnsta mótstöðu hafa gegn garna- veikismiti, þá má telja það undravert, hve lítið hefir enn sýkzt af nautgripastofnin- um. Sú staðreynd bendir eindregið til þess, að hann hafi meiri mótstöðu gegn veikinni, en fjárstofninn. Þetta atriði má þó ekki verða til að draga úr varkárni manna. Sýkingartilfellin eru þegar nægi- lega mörg til að sýnt er, að fullkomin al- vara er á ferðinni. Það hefir komið fyrir, að fleiri en einn gripur hefir drepizt á sama bænum, og má strax kalla það all- tilfinnanlegan skaða. Auk þess er lítill vafi á því, að sýkingarmagnið getur auk- izt mikið, þar sem hentug skilyrði eru fyr- ir það og engin varfærni við höfð. Gæti þá skyndilega farið svo, að það mætti sín meira en mótstaða nautgripanna, og hóp- sýking kæmi fram. Nautgriparæktin er nú tekjudrýgsta bú- skapargreinin í mörgum helztu búnaðar- héruðum landsins. Það er því mjög mik- ilsvert að verja nautgripina, eftir því sem tök eru á. Til að forðast aukna garnaveikisýkingu í þeim er fyrst og fremst nauðsynlegt að iáta veikina aldrei ná að magnast í fénu. Bændur verða skilyrðislaust að fylgjast ná- kvæmlega með heilbrigði fjárins, fram- kvæma þær prófanir, sem tök eru á, og fella jafnóðum og hiklaust allt garnaveikt fé, sjúkt og grunað, einangra lömbin og unga féð og gæta fyllsta hreinlætis og ná- kvæmni við hirðingu fjárins. Erlend reynsla hefir leitt í ljós, að kálfar eru næmir fyrir smitun, en hættan er tal- in liðin hjá að mestu, þegar þeir hafa náð tveggja ára aldri. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga og forðast allt samband milli kálfanna og fjárins, t. d. með því að láta þá ekki komast í fjárhúsin eða ganga á túnum, sem sauðatað hefir nýlega ver- ið borið á, eða að ógirtum skánarhaugum o. s. frv. f sveitum, þar sem garnaveikismithætta er mest, er mjög æskilegt að koma upp sér- stökum uppeldisstöðvum fyrir kálfa, bæði til einangrunar og kynbóta. f fyrrnefndri grein í Frey 1946, er nokkuð nánar minnzt á þetta atriði og bent á Flóabúið, sem hent- ugan stað til kálfauppeldis fyrir Suður- Jandsundirlendið. Víðast hvar mun nú gætt meira hreinlætis í fjósum en fjárhús- um, bæði við fóðurgjöf og brynningu, og getur þetta átt sinn þátt í því, að naut- gripirnir hafa sloppið betur við garnaveiki- sýkingu en féð. Eftir því sem fleiri sýkingartilfelli koma fram meðal nautgripanna, reynir meira og víðar á hreinlæti í fjósum og nákvæmni í umgengni. Miklir erfiðleikar geta verið á því, að staðfesta garnaveikisýkingu í nautgrip. Byrjunareinkennin, minnkandi lyst og hægfara megrun, eru alltof algeng til að vera einkennandi, og jafnvel þótt farið sé að bera á skituköstum, er ekki víst, að tak- ist að ákveða sjúkdóminn með vissu. Með því að beita húð- og blóðprófun fást pó oftast sterkar líkur fyrir sýkingunni. Ef sýklar finnast í saurprufu, er það full- komin staðfesting, en annars verður inn- yflaathugunin að skera endanlega úr um það, hvort um garnaveiki hafi verið að ræða. Þrátt fyrir þessa erfiðleika við sjúk- dómsákvörðunina á það þó ekki að þurfa að koma fyrir, ef gætt er fyllstu varfærni, að garnaveikir gripir séu langdvölum með

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.