Freyr - 01.04.1949, Síða 16
114
FREYR
heilbrigðum kúm, ög þá má aldrei ala með
kálfum eða Uíigviði.
i M ;''
II.
Um miðjan apríl 1947, var slátrað kú á
Hamrafelli í Mosfellssveit. Hafði hún
pjáðst af langvarandi lungnasjúkdómi.
Bóndinn upplýsti, að kýrin hafi verið 6—8
vetra gömul og fengin frá Bj argarstöðum í
Miðfirði vorið 1945, en keypt þangað ári
ðður frá Þverá í Miðfirði. Að Þverá mun
hún hafa komið frá Litla-Hvammi í sömu
sveit og vera þaðan upprunnin.
Sumarið 1946 fór að bera á lítilsháttar
hóstakjöltri í kúnni einstaka sinnum. Þetta
ágerðist, þegar leið að hausti, og varð þá
hóstinn meiri og jafnframt uppgangur,
en það var þunnur gráleitur, freyðandi
vökvi.
Uppgangurinn var stundum svo mikill,
að vökvinn rann aftur úr básnum. Jafn-
framt því, að hósti og uppgangur jókst,
fór kýrin að horast jafnt og þétt. Þó bar
ekki verulega á megrun fyrr en eftir að
hún bar, snemma I desember. Burðurinn
gekk vel. Kálfurinn virtist hraustur og var
settur á.
Eftir að kýrin fór verulega að megrast,
tók að bera á mæði í henni. Helzt bar á
mæði eftir hóstakviðurnar, en aldrei
mikið. Meðan á hóstanum stóð, rann
vökvinn, sem fyrr getur, fram úr kúnni.
Hún hafði aldrei hita. Allar lækninga-
tilraunir reyndust árangurslausar.
Fyrstu mánuði ársins 1947 versnaði
henni til muna. Lystarleysið óx, og að lok-
um var lystin nærri á þrotum. Jafnframt
varð kýrin mjög mögur og vökvinn, sem
kom fram úr henni, mikill, en mjólkin
hélzt þó furðu vel, og var hún í 3—4 mörk-
um, er henni var slátrað.
Lungun voru mjög stór og vógu 10.82
kg. Efri hluti þeirra virtist eðlilegur útlits,
en öll fremri blöð og neðri hluti afturblað-
anna voru með mikÍUni skemmdUm.
Gíeihiieg markalína var milli heilbrigða
og sjúka hlutans og virtist sú lína hafa
verið í láréttum fleti, meðan lungun voru
í eðlilegri stellingu. Á yfirborði sjúka vefs-
ins voru hrúgur af grágulum, þéttum hnút-
um, en misbreiðar ræmur af dökkrauðleit-
um vef á milli þeirra. Á skurðfleti kom
fram lík mynd. Skiptist þar á grár, þétt-
ur vefur og dekkri, rauðíeitir vefjahiutár
á milli. Gráu hlutarnir voru myndaðir úr
örðum, allt að hrísgrjónastórum, en í
dekkri hlutanum voru þær aðeins á stöku
stað. f vefnum var sums stáðar þunnur
vökvi og mikil, skjallhvít froðá, en á eirt-
staka stað í gráu, þéttari köflunúm iítiis-
háttar graftarblandað slím.
Slímhúðin í barka var eðlileg, en tals-
vert var þar einnig af hvítri froðu. Sam-
vextir voru miklir í brjósthimnu, og lung-
að víða vaxið við gollurshús og þind. Eitl-
ar við lungu voru eðlilegir að stærð og út-
liti.
Við skoðun á vefjasneiðum kom í ljós,
að gráu örðurnar í sjúka vefnum voru
hrúgur af flöguþekju. Milli þekjulaganna
voru bandvefsstrengir og mynduðust þann-
ig vörtur, sem uxu inn í lungnablöðrur eða
iitlar lungnapípur, nákvæmlega á sama
hátt og kemur fram í kindalungum við
byrjandi mæðiveiki.
í vefjasneiðum, sem teknar voru í gráa,
þétta hluta skemmdanna, sást nær sam-
felld breiða af flöguþekju, en óreglulegir
bandvefsstrengir á milli. Á einstaka stað
fundust litlar, takmarkaðar ígerðir.
Hér líkjast vefjabreytingarnar einnig
þeim sjúklegu breytingum, sem koma
fram í lungum mæðiveikra kinda, þegar
sjúkdómurinn er kominn á hátt stig. Hin-