Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1949, Page 19

Freyr - 01.04.1949, Page 19
FREYR 117 hægt, og jafnframt bar á mæði og hósta- kjöltri, „svo nákvæmlega eins og í rollun- um“. Hóstinn var veiklulegur og líkt því sem slímkökkur væri í hálsi, sem hún gæti ekki losað sig við. Jafnframt át kýrin minna, en þó hlutíallslega meira en hvað hún horaðist. Mjólkin minnkaði aftur á móti jafnt og þétt og nokkuð í hlutfalli við fóðurmagnið, sem hún át. Mæðin óx stöðugt, og holdin tálguðust af kúnni. Sex vikur liðu frá því fyrst sást á henni, þá í góðum holdum, og þar til hún var drepin sármögur síðast í maí. Lungnalýsing: Lungun eru þanin út í brjóst- holið, en engir samvextir í brjósthimnu. Þau eru stór og vega 9.55 kg. Vefurinn líkist mest ljós- gulum svampi og virðist mjög líkur blær á vefn- um, hvar sem skorið er í lungun, en þó eru nokkuð þéttari vefjahlutar á köflum. Loftmyndun í lungnaeitlum er með mesta móti, en auk þess mjög áberandi utan á lung- anu og óreglulega dreift um það. í lungnapip- um er lítið eitt af þykku, gráu slími. Auk þessara fjögurra dæma, sem nú hefir verið lýst, og öllum svipar greinilega hverju til annars, hafa komið fram frá- sagnir um sjö önnur lík sjúkdómstilfelli í kúm í Borgarfjarðar-, Mýra- og V.-Húna- vatnssýslum. Þremur kúm hefir batnað aftur. Ekki er hægt að fullyrða, að alltaf nafi verið um sama sjúkdóm að ræða, en í nokkrum gripanna voru einkennin alveg samskonar og lýst hefir verið. Helztu einkenni sjúkdómsins virðast vera: Lystarleysi, minnkandi mjólk og megrun, ásamt hóstakjöltri og vaxandi mæði. Lungun verða þanin og þung, og lungnaeitlar stórir. Mikið ber á litlum loft- bólum í lungna- og lungnaeitlavefnum, en ekki finnast að jafnaði venjuleg lungna- bólgueinkenni, ígerðir né bris. Þykkt slím er í lungnapípunum og orsakar hóstann. Við smásjárskoðun á lungnavefjunum kemur ekki fram ólík mynd og við þurra- mæði. Meira ber á loftbólum í vefnum, en minna er um bólguskemmdir. Bólgubreytingarnar eru ekki svo sér- kennilegar, að hægt sé að ákveða sjúk- dóminn af þeim. Enn er fullkomlega óvíst um orsakir þessa sjúkdóms í kúnum. Ekki verður heldur neitt um það fullyrt, hvort nokk- urt samband sé milli hans og þurramæð- innar í fénu. Þar sem nautgripir víða á landinu hafa, í meira en áratug, verið í nánu sambandi við kindur, veikar af þurramæði, án þess að upplýstst hafi um sýkingu, virðist ó- trúlegt, að skyndilega komi fram svo mörg sjúkdómstilfelli í nautgripum, án þess um aðrar orsakir sé að ræða. Mér finnst naumast hægt að komast hjá því að setja sjúkdómsorsökina I sam- band við hin hröktu hey frá sumrinu 1947, sem gefin voru síðastliðinn vetur, enda kom sýkingin fram að áliðnum þeim vetri á Suður- og Suðvesturlandi, þar sem ros- inn var mestur. YFIRLIT OG ATHUGASEMDIR 1. Garnaveikisýking hefir verið staðfest í tólf kúm hér á landi, og líklegt, að veikar kýr hafi þegar komið fyrir svo tugum skiptir. Kýrnar hafa smitazt af sauðfé. Flutn- ingar á nautgripum milli héraða skapa nýjar smithættur, en ekki er vitað, að það hafi enn komið að sök. Ýmsir erfiðleikar eru á því, að staðfesta garnaveikisýkingu í nautgripum og mikil þörf að fylgjast vel með gripunum og láta

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.