Freyr - 01.04.1949, Qupperneq 21
FREYR
119
Landbúnaður Breta
og f járhagsáætlanir
Hinn 21. október 1948 birti brezka ráðu-
neytið áætlanir þær, sem það hafði látið
gera varðandi landbúnaðinn og framtíð
hans á tímabalinu 1. júlí 1948 — 30. júní
1949. Áætlanir þessar hafa verið sendar
Fjárhagssamvinnustofnun Evrópu (Organi-
zation European Economic Co-operation)
en áætlanirnar voru gaumgæfilega fram-
lcvæmdar með tilliti til óska brezka kon-
ungsríkisins um aðstoð samkvæmt amerísk
um lögum 3. apríl 1948, varðandi fjárhags-
lega samvinnu.
Umrædd fjárhagsáætlun fyrir 1948-49 er
grundvölluð á þeirri forsendu, að brezka
ríkið fengi 1.263 milljónir dollara af fé því,
sem skyldi varið til endurreisnar Evrópu
(E. R. P.) þannig, að samkvæmt samning-
um um aðstoð til sambandsþjóða í Evrópu,
skyldi brezka konungsríkið veita löndum á
sterlingspundasvæðinu 312 milljónir doll-
ara af þessari upphæð og þar að auki skyldi
Belgía fá af fyrrgreindri upphæð 30 millj-
ónir dollara í belgískum frönkum.
Tilgangurinn með nefndum áætlunum
var talinn sá, að þegar vitað var hver fjár-
hagsleg aðstoð mundi veitt, skyldi ákveða
jafnvægi það, sem gæti orðið í viðskiptum
við aðrar þjóðir, og innanlands var talið
rétt að ákveða fjárfestingu og neyzlumagn
á þeim grundvelli sem hér yrði skapaður
fjárhagslega. Því voru þegar í upphafi á-
kveðnar forsendur mótaðar í hinu fjárhags-
lega kerfi innan E. R. P. Var þá þegar
ákveðið:
1. Að leitast við að skapa jafnvægi í fjár-
málum á öllu tímabilinu þannig, að við
lok þess væru ástæðurnar ekki lakari en
í byrjun, það er að segja að ekki skyldi
greiða í dollurum meira en það sem feng-
izt við utanrikisverzlun + hjálp þá, sem
veitt yrði.
2. Hinar fjárhagslegu áætlanir skyldu mið-
ast við, að í framtíðinni þyrfti ekki að
fá fjármuni frá öðrum löndum utan kon-
ungsríkisins. Þær leiðir, sem því bæri að
velja eru:
a) Efling iðnaðarins og landbúnaðar-
framleiðslunnar.
b) Aukinn útflutningur, einkum til doll-
aralanda.
c) Aukinn innflutningur frá þeim lönd-
um, sem vilja kaupa brezkar vörur.
d) Aukinn innflutningur hráefna, sem
breytt skal í iðnaðarvörur í landinu
svo að atvinnutæki verði fullnotuð
og jafnframt því að iðnaðurinn fær
fullkomin tæki verði afköstin aukin
og framleiðsluhæfni hans fullnotuð.
í sambandi við framleiðslu landbúnaðar-
ins er gert ráð fyrir aukningu eins og eftir-
farandi tölur sina:
Millj. smál.
Framleiðsla 1934-38 1947-48 1948--
Brauðkorn 1,7 1,7 2,3
Fóðurkorn 2,9 4,6 2,3
Kjöt og flesk 1.5 0,9 1,0
Mjólk og mjólkurafurðir umreiknað 7,3 8,0 8,0
Innflutningsáætlunin gerir ráð fyrir, að
það sem þarf fram yfir heimaframleiðslu
sé svo mikið, að vikuskammturinn sam-
tals nemi:
Mjöl: 285 gr. á íbúa daglega.
Kjöt: Fastur skammtur, er nemi 1 shill-
ing á viku á mann en það er talið svara til
454 gr. af gjöti.
Flesk: Vikulegur skammtur 57 gr. á mann.